Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1919, Síða 3

Skinfaxi - 01.11.1919, Síða 3
SKINFAXI 83 á að nota lestur, skrift og' reikning sem menningarfæri, til að æfa og þroska og einnig til að finna út, hve miklum framförum hver nemandi getur tekið, og hvaða breytingar eru nauðsynlegar í efni og kensluaðferðum. Ef kennar- inn gerir þetta, eykur það mjög starfs- hvatir nemendanna og þeir fara að spyrja um og gera tilraunir með ýmis- legt. það eru fáir, sem geta fundið skyld- leika milli atriða eða dregið ályktanir með þvi aðeins að heyra þau. Flest fólk verður að sjá og þreyfa á hlutunum áður en það er fært um að skilja þá til hlýtar. Kennarinn á að sjá um að nemendurnir fái Iiið rétta efni í hendurnar, og að þeir noti það á rétt- an hátt, það er að alt sem nemendurn- ir hafa um hönd sé i fullu samræmi við það, sem á sér stað utan skólastofunn- ar. I því mannfélagi, sem hver einstak- lingur verður að hugsa um sjálfan sig, og hefir persónu og starfsfrelsi, svo lengi sem breytni hans og starfsemi kemur ekki í hága við starf og velferð annara einstaklinga í þjóðfélaginu. þar er það mjög áriðandi að hver og einn hegði sér og breyti þannig, að þeim sé vel borgið i þvi þjóðfélagi, sem þeir starfa í. Ef þessi þáttur upp- eldisins er vanræktur, þá er það ómet- anlegt tjón fyrir þjóðfélagið bæði frá andlegu, starfslegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Framh. Um ræktarsemi. ii. Vér, sem nú lifum, eigum marga mæta menn, sem margt hafa vel gert á sviði íslenskrar menningar, bæði and- legri og verklegri, en því megum við ekki gleyma, að þó íslenska þjóðin eigi að fagna-aftur sjálfstæði sínu, sem hún lét fyrir r æ k t a r leysi drotnunar- gjarnra manna — að sjálfstæðið er ein- mitt fengið fyrir ræktarsemi og baráttu endurreisnarkynslóðarinnar. Tilgangur minn með þessu greinar- korni er sá, að sjá með áreiðanlegri vissu, á hvaða þroskastigi þjóðfélagvort stendur, sjá, hvort það kann að meta það, sem vel er gert, og unnið af ó- sérhlífni og ættjarðarást — eða þjóðfé- lagið lætur ]?að sem vind um eyrun þjóta — sem að eins svalar og dreyfir rykinu meðan það þýtur hjá, en er svo gleymt. Fyrst sný eg máli mínu til ykkar — íslensku ungmennafélagar — sökmn þess, að ykkur snertir þetta mest, og lijá ykkur éiga allar góðar hugsjónir að festa fyrst rætur og bera ávöxt, ef þær eiga það skihð. pjóðþroskamælistigið er það. — Hvernig ætlið þið að sýna það í verlc- inu, að þið berið ræktarsemi og virð- ingu til þeirra manna, sem best hafa unnið að þvi, að glæða andlegan áhuga okkar. Lagt á sig hættuleg og erfið ferðalög, um hávetur, fyrir nauðalitla borgun, til þess að miðla af hinum andlcga auði sínum þeim, sem minna áttu. Maðurinn, sem eg á við, er Guðmund- ur heitinn Hjaltason. Starfi hans og á- huga þarf ekki að lýsa hér, ekki heldur því, að mikið vantar á, að vér höfum melið verk hans sem vert var — en nú er það um seinan, að bæta kjör hans, sem lengst af munu liafa verið fremur erfið. Skylda vor er því, kæru ungmennafé- lagar, — vér sem nutum margs góðs af fyrirlesaranum vinsæla. — Hann sem varði öllu lífi sínu til að fræða aðra — sýna þeim í kunna og fullkormnari

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.