Skinfaxi - 01.11.1919, Síða 7
SKINFAXI
87
á, ef maður gerði sama verkið allan
daginn.
Nútíma vinna heimtar oft sérstaka
orkutegund, aðeins afl sérstaks vöðva
eða líffæris, eða skilningarvits. Mjög
fá verk eða iðnir æfa alla vöðva líkam-
ans í sameiningu. Nútíma iðnaðarmenn
vinna aðeins með vissum part líkamans
sem þreytist auðvitað, aftur á móti
þurfa aðrir partar sem elcki eru notaðir
æfingu og áreynslu.
Sama gildir með andlega áreynslu,
sá maður, sem er önnum kafinn að
leggja saman reikningsdálka, er hvíld
í því áð vera truflaður, þó einkum ef
hann tekur því vel, og' hann álítur að
sér sé ekki gjört ónæði, þá hvilist sá
hluti heilans, sem vinnur að samlagn-
ingunni.
það er mjög algengt á meðal náms-
fólks, að það ofreynir augun. Lestur
æfir augað aðeins til að sjá það, sem
sem er mjög nærri. Að ganga út og
horfa út í geiminn er því hvild og heil-
næmi fyrir fólk, sem vinnur að lestri og
skriftum. Höfuðvciki, magaveiki og ó-
róleiki sálarinnar, stafa oft frá ofmikilli
augna áreynslu.
Fólk skyldi varast alt, sem spillir
sjóninni, ef eitthvað er að augunum,
ætti að leita ráða sérfæðings, og fá lijá
honum gleraugu' ef með þai’f.
Yond birta er skaðleg fyrir augun,
best er góð dagsbirta, og þar næst raf-
ljós. Að stara mjög lengi á hreyfimynd-
ir er mjög óholt. Að lesa í hálfrökkri,
eða mjög sterkri sólskinsbirtu ættu all-
ir líka að varast.
Fyrir fólk, sem hefir miklar kyrset-
ur, er gott að æfa eina klst. á dag, eða
að minsta kosli 15 mínútur. Miillers-
æfingarnar æru ágætar til þessa.
Sveiflur og útréttingar eru hollar
æfingar, þegar maður vaknar á morgn-
ana, þó einkum ef andardráttaræfingar
eru hafðar samfara.
Ágætar eru allar þær æfingar, sem
hvetja hjarta og lungu til starfsemis,
svo sem hlaup, hröð ganga, fjallgöng-
ur og sund. Allar þessar æfingar skulu
samt vera í fullu samræmi við aldur,
fjör og líkamsstyrklcika þess, sem iðk-
ar, annars koma þær ekki að tilætluð-
um notum. ]?að er mjög holt að iðka
hægar vöðvaæfingar, eftir máltiðir
stuðla þær að góðri meltingu. Tíma
varið til þeirra: 15—30 mínútur. En
allir skyldu þá forðast crfiðar æfingar,
vegna þess að mildð af blóði manns-
ins er þá í notkun af meltingarvegun-
um.
Utan úr lieimi.
Járnhællinn.
Fyrir skömmu, þá er „alþjóðahanda-
lagið“ var rætt á allsherjarþingi Banda-
ríkjanna, lýsti C. F. Curry þingmaður
Kaliforniu járnhæl stórveldanna á hálsi
hinna veiku og smærri þjóða á þessa
leið:
Japan á að fá í sinn hluta Kiaocliau
og Shantungskagann; þann hluta Kína-
veldis, þar sem spekingarnir Konfúsíus
og Mencíus voru fæddir, störfuðu, dóu
og eru grafnir. þessi glæpur er framinn
af hinu svonefnda „friðarþingi“ í Vcr-
sölum, að eins vegna þess að Japan er
hervcldi, cn Kína er veik og hjálparlaus
þjóð.
Fyrir nokkru lét stjórnin í Kína
brenna 25 milj. dollara virði af ópíum
og bannaði algerlega notkun þess í lýð-
veldinu. Japan og hin stórveldin lofuðu
einnig hátíðlega að banna sínum borg-