Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 2
90 SKINFAX2 þaut upp á fáum árum borg ein sem Gary heitir. Yestra er borgin þekt bæði sem mikil stáliðnaðarborg en þó eink- um fyrir liið sérstaka skólafyrirkomu- lag, sem þar er ríkjandi. par er mikil áhersla lögð á að hafa skólana alger- lega sniðna eftir lífi og atliöfnum borg- arbúa. Mr. Wirt, umsjónarmaður skól- anna í Gary, hefir dvalið þar frá upp- hafi borgarinnar, og er hann einnig höfundur skólanna. Hann ferðaðist ekki um land sití eða erlendis til að rannsaka alþýðuskólafyrirkomulag. Heldur var hann ávalt heima og gleymdi öllu, sem hafði verið gert eða þyrfti að gera annarsstaðar, hann hugs- aði að eins um að mynda skóla sem gæti komið Gary að sem bestum notum á framsóknarbraut hennar. Spumingin sem hann reyndi að svara var: Hvað þurfa börnin i Gary til að verða góðir borgarar? Hvað þurfa þau til að vera ánægð og liðið vel i fram- tíðinnni og hvernig getur það fé, sem varið er til skóla fullnægt öllum þess- um þörfum? par var auðvitað lögð mikil áhersla á iðnaðarmentun, en samt sem áður var ekki tilgangurinn sá að undirbúa góða verkamenn fyrir stál- verksmið j urnar. Mr. Wirt áleit, að hann, sem skóla- umsjónarmaður bæri ábyrgð á ment- un fleiri þúsunda barna af ólíkum uppruna og alin upp við mjög misjöfn kjör og í marg'skonar umhverfi. Hlut- verk hans var að sjá um að þau fengju það uppeldi, að þau gætu að því loknu hvert og eitt eftir þroska og hæfileik- um fengið vinnu og leyst hana vel af hendi, hvort heldur var að láta i vél eða stjórna iðnaðar- eða verslunarfyr- irtæki, umhugsun heimilis, skrif- stofustörf eða skólakensla. pað sem hann hafði i huga var ekki að veita hverjum sérþekkingu í smáatriðum í sambandi við síarf þeirra, heldur að halda vaxandi ag starfandi hinum nátt- úrlega áhuga og ákafa barnseðlisins, og æfa nemendur i ao stjórna hönd og og huga, og fá fullvissu um, að þeir yrðu færir um að starfa í þeim heimi sem þeir lifa og starfa í. pað sem er takmark Gary-skólanna er að gera börnin að nýtum borgurum. Mikill hluti af lifi manns fer i bar- áttuna fyrir tilverunni, og verður þess vegna að taka til greina alt sem miðar að að því að gera þá baráttu auðveldari, og sem styttir þann hluta af æfinni,meiren áður hefir átt sér stað. Alt verðuraðtaka til greina, sem mikil áhrif hefir á upp- eldi barna og unglinga, og sem mótar líf þeirra og hegðun i framtíðinni, svo sem sérhæfileika og galla einstaklinga þeirra sem skólana sækja, kennara og umhvcrfi barnsins og þjóðíelagið, sem heldur uppi skólunum. petta alt verð- ur að hafa i huga og rannsaka, ef mað- ur hyggur að skólinn geti náð takmark- inu. Öllum ætti að vera Ijóst hvílík eyðsla á sér stað hér um bil alstaðar í hinu núverandi skólafyrirkomulagi, og að hve litlum notum það er yfirleitt fyrir hlutaðeigandi þjóðfélag. Skólahúsin og alt sem þeim tilheyrir, er ónotað hálft árið eða lengur. petta er mikil óþarfa- eyðsla fyrir sig, og svo þegar maður veitir athygli livernig börnin í kaup- stöðum og bæjum vex-ja þeirn tíma sem þau eru ekki í skóla, og hversu ófull- komna fræðslu og menningu skólarn- ir geta veitt undir slíkum kringumstæð- um, þá verður oss áþreifanlegt hversu mjög er ábótavant í þessu efni. Umsjónarmaður skólanna í Gary reyndi að ráða fram úr þessu, og hann ákvað að hafa skólana opna allan dag- inn, svo að börnin yrðu ekki neydd að eyða xnestu af tímanum á strætum úli

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.