Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 8
96 SKINFAXl SKIN.F AXI. Mánaðarrit U. M. F. , | |Yerð: 2 krónur.'”—4 Gjalddaeilfyrlr l.julíi Ritstj.: Ólafur Kjartansson, Skólavörðustíg 25 Pósthólf 516. ana í Antwerpen 1920, muni nema ekki minna en 400 þús. kr., af þeirri upp- hæð er ferðakostnaðurinn áætlaður 200 þús., en 200 þús. fara til æfinga og annars undirbúnings. Undirbúningsnefndin hefir sótt um leyfi til að efna til íþrótta-lotteríis til að standa straum af þessum kostnaði að einhverju leyti. (Yísir). Verkamaðcnnn og ríkið. Fólk með viíi og siðferðislegri við- lcvæmni, sem finnur þá gleði, sem heið- arleg v-inna hefir í för með sér, mun afla sér það pólitíska frelsi og stofna þá stjórn, sem er best við þess hæfi. ]?eirra hugsanir, tilfinningar og vinna munu þroskast og' eflast svo lengi sem starfsemi og breytni þeirra eru í sam- ræmi við þau réttindi sem þeir hafa afl- að sér. pað er skylda livers þjóðfélags að undirbúa hverja stúlku og dreng fyrir framtíðina, ekki aðeins að búa þau und- ir samskonar lif, og kynslóðin sem þá lifir, heldur fullkomnara félags og atvinnulífs, sem virðist vera í aðsigi, og sem mannvinir og aðrir framsýnir menn sjá framundan. Hver einstaklingur, hvort heldur er karl eða kona, þarf að fá þá mentun, sem gerir hann færari um að lifa, svo að honum verði auðveldara að afla sér til daglegs viðurværis, og einnig þarf hann æfingu í því að geta komist fram i mentuðu mannfélagi. pví þurfum við uppeldisstofnanir, sem gerir einstakl- ingunum auðvelt og það á stuttum tíma og á heiðarlegan hátt að afla sér nóg af fé sem hann, einstaklingur, þarf að læra að eyða á vitran hátt. Til þess að geta aflað fjár á skömm- um tíma, hvort heldur með líkamlegri eða andlegri vinnu, þarf leikni, sem fæst aðeins með mikilli verklegri eða andlegri æfingu. íslendingar hafa fengið orð fyrir það á síðari árum, að vera óráðvandir i viðskiftum. Ef svo heldur áfram, og ef til vill breytist til hins verra, þá getur svo farið, að þjóð okkar standi mikil hætta af. Við þurfum því að ráða bót á þessu þjóðarmeini, það getum við með bættu uppeldi, og láta börnin fá æfingu i þvi að fara með ýms smástörf, sem eru skyld atvinnu þeirri. sem þau munu reka í framtíðinni, t. d. láta þau hugsa um gripi, blóm eða matjurtabeð, og kenna þeim að halda skýrslu yfir þetta. Framh. TILK YNNING. Kaupendur og útsölumenn Skinfaxa eru vinsamlegast beðnir að gera skil á andvirði blaðsins hið fyrsta. Ritstj. F élagsprentsmiðj an.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.