Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 7
S KINFAXI 95 frest og stundum oftar, og fara þar fram ræSur, upplestur, söngur o. fl. Félagiö hefir á hverjum vetri hafí glimu og leikfimisæfingar og þá oft haldiS almennar skemtanir til ágóða fyrir félagssjóðinn. Félagið hefir lika æft söngflokk er aðallega hefir sung- ið á fundum félögum til skemtunar. Félagið hefir nokkrum sinnum leik- ið sjónleiki, en meira hefir það verið til gamans en ágóða. Frá byrjun hefir félagið tekið til um- ræðu ýms mikilsvarðandi málefni, og reynt eftir mætti að koma þeim i fram- kvæmd, en sem ver fer, hafa fram- kvæmdirnar orðið liílar sökum getu- leysis og fámennis félagsmanna, og ýmsra annara orsaka. Ungmennafélagið kom því þó i kring með tilstyrk góðra manna utan félags, að stofnaður var sparisjóður i Flatey, og er hann til mikilla þæginda og starf- ar með töluverðum blóma. Félagið beitti sér mikið fyrir því, að sundlaug yrði gerð i Flatey, því að það er nauðsynlegt fyrir þá, sem altaf eru við og á sjó, að kunna að synda; en þá kom síríðið og hafa allar framkvæmd- ir fallið i dá, með þvi lika aðl'leiriþrösk- uldar voru á veginum. Sömul. starfaði félagið að því, að góð lending var gerð í Flatcy, og fékk það áunnið með til- styrk untanfélagsmanna, að til verks- ins fékst styrkur frá Alþingi og sýslu- sjóði, og innan hrepps safnaði félagið álitlegri upphæð. Að ekki hefir komið til framkvæmda í þessu, má mest kenna hinni ógurlegu dýrtíð ásamt fleiri ástæðum. Mikið hefir það heft framfarir inn- an félags og utan, að félagið hefir ver- ið svo fáment, og mest unglingar í því, en þetta mun smálagast eftir því sem tímar líða og menn skilja betur stefnu ungmennafélaga. Nú hefir félagið í hyggju að reisa hér fundar og samkomuhús, þvi hús það, er það hefir notað fæst ekki lengur, og' hélt þvi félagið siðastliðið haust hlutaveltu og var'ö töluverður ágóði af henni. Ástæður félagsins i peningalegu tilliti éru heldur góðar, en þó er i mik- ið ráðist, eins og nú á stendur, en hjálp er það mikil og drengile g, ef svo er, sem eg hygg, að hreppsfélagið ætli að hlaupa undir hagga og taka hiut í húsinu. Ekki hefir félagið enn gengið inn i sambandið, og er sú ástæða fyrst og fremst að engin ungmennafclög eru ná- læg til að hafa samband við, og annað það, að sambandið á svo ilt með að ná til okkar og veita okkur þau hlunnindi sem öll félög innan sambandsins hafa; þó mun ungmennafélagið hafa i hyggju í náinni framtíð að ganga inn i sam- bandið. Fjarverandi vinir. U. M. F. „Neisti“. Svo heitir félag eitt á Flateyri við Önundarfjörð, og eru margir meðlim- ir þess skólabörn, en þótt félag þetta sé fremur fáment og fátælct eins og mörg öíinur, þá eru félagarnir mjög starf- samir og hafa mikinn áhuga á ýmsum nytscmdarmálum. J?að er til dæmis að stofna sundkenslusjóð, og styrkir sjóð fyrir munaðarlaus böx-n. Og nú síðast hefir það sent sambandsstjórninni 50 kr. að gjöf til liins fyrirhugaða íþrótta- skóla. Og er það fyrsta félag sem sent hefir oss fé til þess að hrinda þehri nyt- semdarstofnun af stað. Olympiskuleikarnir. pað er áætlað að kostnaður við för sænskra íþróttamanna á olympiskuleik-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.