Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1919, Page 1

Skinfaxi - 01.12.1919, Page 1
Um alþýðnskóla. iii. Allir alþýÖumenningar frömuðir eft- ir Rousseau, hafa álitið að aðeins með aukinni og endurbsettri alþýðumentun væri hægt að Iyfta mannkyninu á hærra menningarstig. peir hafa barist á móti hinni gömlu kenningu, sem heidur því fram, að ástæðan til að hafa góða skóla, sé að gera nokkur börn fær um að fara fram úr öðrum i þjóðfélaginu, að gefa þehn gott vopn til að láta mann- félagið gefa rneira í ]?eirra buddur og til þeirra nautna, en annara einstak- linga. En aftur uppeldisfræðingar á síð- ari tímum hafa haldið þvi fram, að að- alástæðan og tilgangur með stofnum góðra og fullkominna skóla, væri að hindra slíkt, með því að haga menn- ingunni þannig að hún þroskaði mann- inn alhliða og gæfi öllum jafnt tæki- færi. petta er aðeins hæg't með þvi, að gera menninguna félagslega i eðli, með því að hafa skólana í sem fylstu sam- bandi við daglega lífið, þeir eiga ekki að fara sína leið, eða útiloka öll ytri áhrif og þannig einangra sjálfa sig. Pestalozzi, Froebel og þeirra fylgis- menn leituðust við að hafa skólana í sem fylstu samræmi við daglegt líf og strit fólksins, og reyndu þannig að þroska hinn félagslcga anda i öllum einstaklingum. En þá skorti því miður alt sem til þess þurfti að gera skólana að aflstöð þjóðfélagsins. Kröfur um sanna alþýðumentun voru enn afllaus- ar, og þjóðfélagið vildi ekki viðurkenna skólana sem óaðgreinanlegan part af sér, og aðferðir til að kenna börnum saman í bekk voru enn mjög ófull- komnar og á bernsku skeiði. það er alveg eins þýðingarmikið fyrir þjóðfé- lagið sjálft og skólana, að þeir séu full- komnir, þeir eiga að vera aflstöð, þar sem hver einstaklingur getur sókt „heil- agan eld“ sem gerir hann færan til að vinna í þarfir og að velferð síns þjóð- félags. 1 því þjóðfélagi, þar sem skólarnir eru skoðaðir sem cinangraðar stofnan- ir, verða þeir svo áfram, þrátt fyrir full- komnar kensluaðferðir. En það þjóð- eða sveitarfélag sem krefst áþreifanlegs hagnaðar af skólun- um fyrir fyrir samtíðina, og viðurlcennir þar með hlutverk þeirra, og að þeir séu alveg eins nauðsynlegir og t. d. lögregla, sveietastjórn eða slökkvilið. Og notar einnig afl og áhuga hinna ungu borgara sinna meir en að eins til að stjórna þeim uns þeir eru nógu þroskaðir til að starfa einir síns liðs i mannfélaginu. pannig hugsandi þjóðfélag mun liafa skóla bygða á félagslegum grundvelli, og hvernig sem efnahagur þess er, þá munu skólar þess þroska áhuga og félags- og samvinnuanda. í rikinu Indiana i Bandaríkjunum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.