Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 4
92 SKJNFAXI og andlegs atgerfis, eða verða guðum líkir eins og þeir komust sjálfir að orði. • 1 þeim löndum þar sem íþróttalíf er fjörugt og á háu stigi, eins og i Eng- landi og Ameríku, er hugsunin um að vinna í leiknum alt of rík, og íþróttin hefir því oft lamandi áhrif á þroska þess sem iðkar. Tilfinning fyrir fögr- mn hreyfingum og limaburði kemst því ekki að eins og vera ber. J?að hefir oft átt sér stað, að þeir sem hafa tekið þátt í íþróttum við ameríska menta- skóla hafa ofreynt sig og þannig spilt heilsunni, svo að þeir hafa aldrei feng- ið bætur á. Tilgangur líkamsæfinga er ekki að þroska um of sérstaka vöðva, eða að æfa menn til vissra vinninga á íþrótta- xnótum. Heldur eiga þær að samstilla og æfa alla vöðva jafnt, svo þeir geti ailir unnið í samræmi hver við annan, einnig að auka starfsemi sella og allra líffæra og útiýma óliollum efnum sem setjast að í líkamanum. Jafnvelþaðfólk, sem vinnur líkamlega vinnu, ef hún hefir ekki áhrif á alt vöðvakerfið, þarf að iðka æfingar sem reyna á og styrkja þá vöðva, sem ekki hafa starfað að vinnunni. íþróttaskólinn Nú eru sem óðast að koma svör fi'á U. M. F. viðvíkjandi bréfi því, sem sambandsstjói'nin sendi út í júlí síðast, um stofnun íþróttaskóla hér á landi; eru undirtektirnar mjög góðar, fólki er Ijóst hvílíkur aflgjafi slík stofnun yi'ði íslensku íþróttalífi og þjóðlífi yfir höfuð, og að án hans geti ungmenna- félögin ekki átt glæsilega framtíð. pessi félög hafa þegar sent svar: U. M. F. „Svanurinn“ í Álftaveri í Yestur-Skafíafellssýslu iofar til skólans 20 kr. á ári í næstu fimm ár. „Mér skilst það vel,“ segir formaður þess fé- lags, „að skilyrðið fyi’ir góðum árangri af stai’fi okkar ungmennafélaga, er að við öll göngurn að verki með einlægni trú, einlægum áhuga og félagsskap, þvi að þetta eru þau vopn sem vinna flest, sem vilji okkar vill.“ U. M. F. „Framsókn“ í Landbroti er einnig eindregið málinu fylgjandi, og hendir á hve mjög það hafi staðið í- þróttunum fyrir þrifum, þó einkum til sveita, að ekki hefir altaf verið völ á hæfum kennára. Félagið álítur því, að skóli, þar sem alls konar íþróttir yrðu kendar, sé alveg nauðsynlegur til efl- ingar íslensku íþróttalifi, og lofar að styrkja fyrirtækið eftir megni. U. M. F. „Ingólfur“ í Holtahreppi og U. M. F. Öi'æfinga lofa einnig að halda málinu vakandi, uns alt féð er fengið sem þarf til skólastol'nunarinnar. U. M. F. „Vestri“ á Rauðasandi skrif- ar oss rælcilegt bréf um málið, þar sem sagt er meðal annars: „. . . . Málefnið á hér einhuga fylgi vor félaga, og vér viljurn með ósérplægni leggja fram krafta vora til þess að þetta þjóðþrifa og nytjafyrirtæki komist sem fyrsl í verklega framkvæmd. petta á og hlýt- ur að vera áhugamál allra ungmenna- félaga. pcim er það meðskapað boðorð með stefnuskránni. Fjöreggi ung- mennafélaganna, íþróttunum, verður seint klakið út, nema það fái hita ein- hvei’sstaðar að, fái hita frá góðum, ís- lenskum íþróttaslcóla. Iþróttaskólamál- ið er því að voru áliti það mál, sem oss er nauðsyn að beitast fyrir, og skyldast að brjóta ísinn að......“ pá hefir U. M. F. „Egill rauði“ i Norðfirði einnig lofað að styrkja þetta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.