Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 5
SKINFAXI 93 þýSingarmikla mál eftir efnunr og á- stæöum. pað er alveg nauðsynlegí, að halda þcssu milda máli vakandi, jafn stórt nytsemdarfyrirtæki og þetta þarf að skýra út í ystu æsar, til þess að allur þorri manna sjái nytsemi þess og þörf. Sjálfsagt er einnig, að þeir sem starfa að skólanum yrðu langdvölum erlend- is, t. d. í Englandi og Ameríku, þar sem íþróttirnar eru á mjög háu stigi, og kynnast og læra af meisturunum þar. í stuttu máli, þetta fyrirtæki þarf mikinn og góðan undirbúning. pá er er þessu máli er hrint í framkvæmd á þjóðin í heild sinni að sjá sinn hag og sóma í því að styðja og beita sér fyrir að skólinn verði sem íullkomnastur. Skólinn á að verða einn hlekkur í mentakerfi landsins, og eins eru ung- mennafélögin, þótt starfsemi þeirra sé ekki alment viðurkend enn af alþjóð. Fyrst þá er ungmennafélögin eru svo öflug, að þau geta haft fasta menn í þjónusíu sinni, sem þau geta sent lands- hornanna milli til likamlegrar og and- legrar vakningar, þá fyrst verða áhrif þeirra mjög sterk, en á meðan helstu starfsmenn okkar eru sveltir, og verða þannig að eyða miklu af kröftum sín- til annars til að geta lifað, er ekki \on á eins miklum árangri. Yið verðum að vinna að því af alefli, að gera félags- skap okkar viðurkendan sem einn þýð- ingarmesta hlekk í uppeldiskerfi voru, hlckk, sem þjóðin má illa við að slitni og falli í sorpið. pessu takmarki getum við náð með miklu sjálfsuppeldi,viðeig- um að reyna að læra af góðum mönnum hvort heldur þeir eru í eða fyrir utan fé- lagsskap vorn, við eigum að temjaossað koma ávalt prúðmannlega fram, hvort lieldur er i smáu eða stórumálefni,forð- ast alt, sem getur blekt mannorð okkar í augum þess fólks, se mgetur talisttilsið- aðs og mentaðs mannfélags. Ef við ger- um þetta, verður nytsemi félagsskapar vors innan skams viðurkend af alþjóð góðra manna. Ufan úr lieimi. Hjúkrunarkonur í New-Yorkríki. Síðastliðið ár unnu 180 hjúkrunar- konur í skólum i New-Yorkríkinu í Bandaríkjunum. Af þeim unnu 30 við sveitaskóla, og' 17 unnu að því að líta eftir líkamsæfingu bai’nanna í sam- bandi við hjúkrun, aðrar unnu i bæj- um. pessar 180 hjúkrunarkonur voru skrásettai’, en svo voru fjölda margar aðrar, sem eklci voru skrásettar. Áll- ar áttu þær að gæta að velferð og lieilsu barnannna. Hvenær verður það að við íslendingar höfum framkvæmd á þvi að hafa fasta hjúkrunarkonu við hvern skóla, kaupstað eða hrepp? pað er al- vcg víst, að möi’g börn deyja áður vegna illi’ar aðhjúkrunar og eftirlitsleysis yfir- leitt. íðnskólar í Brazilíu. Hver iðnskóli, sem vill afla sér álits meðal Braziliumanna, verður að leggja áherslu á hina fagurfræðilegu hlið iðn- arinnar, þegar það er mögulegt. Brazi- líumenn krefjast ekki að eins að hlut- urinn sé endingargóður, heldur verður verður að liafa áhrif á ímyndunarafl hans, tilfinningar og ályktun, ef hann á að fullnægja kröfum eigandans. j?essi listatilfinning er þjóðum af rómversk- um uppruna meðfædd. Skólagarðar í Bandaríkjunum. Við alla liina stærri bai'naskóla í Bandarikjum Norður-Ameríku eru

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.