Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1920, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.03.1920, Blaðsíða 1
Landnám. Efst til fjalla, inst til fjarðardala, yzt við flúðir kaldra ránarsala; fóstruð varstu frjálsa, hrausta |)jóðin. Frelsið keyptir, barna þinna blóði. Trúðir þú á Tý hinn hrausta’ og Óðjn. Tókstu’ úr brimsins róti bragar háttinn Djúpan fossins hreim í hörpusláttinn. Hugsjónirnar baztu’ i sögu’ og óði. Æfi hálfa úti’ á ægi köldum einatt lifði þjóðin; eftir völdum, orðstir, fjár og frama til að leita, fjör og auð að hrifsa hins minni máttar. Enginn megnar örlögum að breyta. Óðins þegnum aldurstund er talin. Enginn lmígur ófeigur i valinn. Oft var sigur rétt til einnar náttar. Þannig voru okkar öldnu áar. Æfintýralífsins vonir háar, hrausta einatt heiman sveina leiddu ■hrupdu þeim svo út á lífsins yðu, þar örlaganna ólgusjóir freyddu, æskufjörsins ]>or og afl að þreyta, ofviðranna upp í vind aö Ireita. Aldrei hetjur, endadægri kviðu. — Konungs fjötrum höldur helsi bundinn, hlaut að yfirg'efa feðralundinn. Leita frelsis yzt á eyðilöndum, úthafanna ægismætti falin. Beitt var snekkju burt frá Noreg'sströndum ; bláar skinu unnir fyrir stafni, áttirnar þeir fólu Óðins hrafni, ef að þokur byrgðu himinsalin. Sigur var á víkings brúna bogum, björt var roðaglóð á vík og vogiun. Fjöll og skógar frjálsir veiðimanni, fljót og læki sjóbirtingar glita. Birkilundur bíðandi' eftir ranni. Bjarkarilmur loftið tæra fyllir. Isabungur aftansunna gyllir, yzt við sjónhring, eldfjöll kynda vita. Hvar var hauður friðvænlegra að finna. Hvar var víg'i traustara að vinna. Hvað gat orðið þeirri þjóð að grandi, þannig, sem að drottinn óðul gefur. Meðlætið að þolá’ er mestur vandi. Margur hlaut í útlégð æfikvöldin, ]>ví sífelt stríð, um safnið auðs og völdin, sundurlyndi og öfund undan grefur. Þ. E. Til nmhngsnoar. i. Hin næstu ár verða reynslutími fyrii okkur U. M. F., sem og fyrir liina íslensku þjóð í heild sinni. Heimsstyrjöldin ,er fyr- ir skömmu um garð gengin. en hún mun hafa ill eftirköst á mannlífið yfir höfuð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.