Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1920, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1920, Blaðsíða 4
12 SKINFAXI næma sjúkdóma, eins og t. d. tæringn, syfil- is o. m. fl., þá geta menn skiliö, hvílikar afleiöingar þaö getur haft fyrir þá, sem reykja upptugguna. Þaö er einnig sá slæmi galli á vindlingunum, að þeir eru tiltölu- lega ódýrir, svo að smádrengir geta keypt þá. Og aldrei er tóbakiö hættulegra fyrir neinn en börn og unglinga, sem ekki hafa náö fullum þroska. Þaö er því ekki undar- legt, að í ameríska flotanum fær enginn inntöku sem foringjaefni, ef hann hefur reykt. Það er ekki sagt út í bláinn, það sem hinn frægi próf. Goodwin hefir sagt, að hann geti bent á g'áfnaminstu og lötustu drengina í skólanum, því það séu þeir, sem reyki. Allir J)eir, sem hafa kent í barna- skólum — einkum i bæjunum — geta sagt mörg dæmi ])ví til sönnunar, hve skaðlegar vindlingareykingar eru fyrir börn. Tóbaks- drengir eru auðkendir úr, fölir, visnir, hugsunarlausir og veiklulegir. Vindlinga- reykingar eru eitt hið versta, sem komið getur fyrir börn. Hafi þaú sökt sér niður í Jiær, eru J)au glötuð fyrir heimilið og skólann, og horfin burt frá öllu góðu. Hugsunin sljófgast, áhuginn og starfslöng- unin er drepin og siðferðismeðvitund þeirra er spilt. Raunin er sú, að af sltkum drengj- um stafa tómar raunir. Og einn góðan veð- urdag kemur svo lögregluþjónn með til- kynningu. Hvaða drengir eru það, sem skipa tossaskólana og skólaheimilin í öðr- um löndum? Það eru þeir, sent hafa „lært á tóbaki“ ! Þar á eftir byrja þeir að drekka, Áfengi og glæpir sá í ])ann akur. sem tó- bakið hefir plægt. Auðvitað er ])að ekki að eins á ung- linga, að tóbak hefir skaðleg áhrif. Eða dettur mönnum í hug, að þeir geti haldið áfram að eitra sjálfa sig í 30—40 ár, án þess að það hafi nokkurn árangur? Fyr eða síðar kemur veiklunin frant. Sljóvgað minni, sljóvguð skilningarvit og slitin líf- færi eru oft afleiðing af tóbaksnautn. Sú hressing, sem tóbakið viröist gefa, er tómt tál. Sannleikurinn er sá, að það hefir eyðileggjandi áhrif, en ekki styrkjandi. Allir íþróttamenn leggja niður sérhverja tóbaksnautn, þann tíma, sem þeir æfa sig undir íþróttamót, ef þeir þá neyta nokkurs tóbaks, sem er rnjög sjaldgæft. Tóbaks- neytendur g'eta yfir höfuð ekki gert sér vonir um, að veröa íþróttamenn. Önnur mótbára tóbakssinna er sú, að tóbak gefi ró og dreifi leiðindum m. m. Það er vel til, að mönnum finnist sem svo sé, að tóbaks- pípan vekji Iijá manni meðvitund um, að hann sé starfandi, þótt hann sé ekkert að gera. Við verðum að trúa fólki, þegar ])að segir, að tóbakið stytti þvi stundir. Hið sama segja drykkjumenn um flöskuna. En ])urfum viö þá að láta okkur leiðast, og stytta okkur stundir? Ole Vig, seni var ntikill þjóðskörungur meðal Norðmanna, sagði eitt sinn: Eg felli mig ekki við þetta tal um að stytta sér stundir. Tíminn fer fullhratt, án ])ess aö menn stytti hann; menn ættu heldur að lengja tímann og fá sem mest úr honurn. Er ekki eins um leiðindi, eins og kukla og þreytu, að þau segi okkur til um, að eitthvað ])urfi bóta við ? Það er einkenni- legt, aö þeir, sem hafa eitthvert starf með höndum, sem ])cir hafa ánægju af, eða þeir sem starfa að einhverju sem þeir liafa á- huga á, þeir þjást aldrei af leiðindum, — og eitthvert slíkt starf ætti hver maður að geta fundið. Það er einmitt ])etta, sem er hættulegast við tóbakið, að það drepur löngunina til andlegra og líkamlegra starfa, þessa helgu, skapandi þrá, sem ætíð er og hefir verið driffjöður allra^framfara. Vínbindindismennirnir hafa nú gert vín- iö útlægt. Hví skyldum við ekki einnig eta útrýmt tóbaksnautn úr landinu. Og það er þegar farinn að koma i ljós árangur af ])vi starfi. sem þegar hefir verið gert. Tóbaksnautn fer minkandi meðal ungs fólks í sveitunum, og meðal hugsandi ung-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.