Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1920, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.03.1920, Blaðsíða 2
10 SKINFAXl Á fimta ár börSust hinar svo kölluSu stærstu menningarþjóSir um yfirráðin yf- ir auösuppsprettum og mörkuöum heims- ins; hvor a'öili fyrir sig reyndi a'ö eyöi- leggja mótpartinn með öllum hugsanleg- um ráöum og vítisvélum. Viö þennan helj- arleik fór margt um koll, sem kynslóðir í fleiri aldir höföu verið aö byggja upp. Flest er meira eöa minna í rústum á eftir, bæöi þjóðfélagsstofnanir og mannlifiö sjálft. Hiö gamla þingstjórnarfyrirkomu- lag viröist vera búiö aö lifa sitt glaöasta, enda var það rotiö, eins og hver hugsandi maöur hlýtur aö sjá, þaö var lýöstjórn i oröi en ekki á borði. Þeir sem höföu afl þeirra hluta er gera skal, réöu hvervetna lögum og lofum. En hvað kemur í stað- inn? Það er enn hulið, en eitt er vist, aö jafnaðarmenskunni er að aukast fylgi, en það eru víst fáar þjóðir enn nógu þrosk- aðar fyrir ríkjaskipún á þeim grundvelli, eins og Mr. Wells hinn frægi enski rit- höfundur bendir líka á. Á meðan aö styrjöldin stóð yfir, var alt einstaklingsfrelsi takmarkaö. Engir fengu að njóta þess hnoss, nema þeir, sem ráku ófriöinn, alt miöaði að því, að steypa alla i sama hugsanamót. Lýsingar af hryðju- verkum óvinanna, sem voru auðvitað mjög ýktar, komu af stað almennum óhug, hrylling og hatri á meðal almennings, Enginn vissi hvaö framtíðin fól í skauti sínu, allir voru sem á kviksyndi, en hina líðandi stund varð fólk að lifa og hugsa samkvæmt skipunum að ofan. Nú kom loks friður að nafninu, og fólkið fékk víðast aftur hugsana- og at- hafnafrelsi, nú gat það loks hugsað og starfað eins og j)ví þóknaöist, að nokkru leyti. En eins og oft á sér stað eftir mikl- ar byltingar, fer lög og regla oft úr skorð- um; fólk hefir verið um stríöuð eins og á nálum, það mátti varla um frjálst höf- uð strjúka. Og ])á er hinn langþráði friö- ur kom að nokkru leyti, komst Jrjóðlífið seint í jafnvægi aftur og er ekki komið enn. Karlmennirnir, sem hafa verið fleiri misseri í herbúðum eða skotgröfum, og konurnar, sem starfað hafa að tilbúningi morðvopnanna; þetta fóllc verður eyrð- arlítið lengi fyrst i stað, og getur ekki haft hugann viö neitt ákveðið, og verður J)ar af leiðandi lítt hæft til að gefa sig við reglubundnum og kyrlátum störfum, sem farsæld heimilanna byggist á. Ekki held- ur hefir ])að neina tilfinningu fyrir hinu fagra og g'öfuga i lífinu, hvort heldur er í bókmentum, fögrum listum eöa náttúr- unni. Það fer ])vi alveg á mis viö hin göfugu áhrif og unun sem slíkt veitir góð- um saimmentuöum manni. -—- Það lifir fyrir hina líöandi stund, og ber litla áhyggju fyrir morgundegfinum, sekkur sér djúpt niður í lægstu tegund nautna og leitar þar gleðinnar. — Hvaðan- æva heyrast raddir um takmarkalaust ó- hóf og svall, og mannvinir og siðbóta- menn líta döprum augum fram i framtíð- ina. II. Við erum á timamótum U. M. F. Þessi óheilla alda siðspillingar og lasta er kom- in hingað, er merki hennar, áþreifanleg í kauptúnunum og sjávarþorpunum ís- lensku, sumum hverjum. Nú í næstu fram- tíö mun reyna á það, hvort við Islend- ingar erum í raun og veru nógu ]>roskað- ir siðferðilega, til aö vera sjálfstæð þjóð. Þaö er alveg víst, aö við höfum mjög veik- ar hliðar; grundvöllurinn er víða rotinn, og lítiö gert að því að bæta úr þar, sem skórinn kreppir mjög að. Al])ýðuskólar vorir, sem eiga að setja mót á hugsanir og athafnir hinnar komandi kynslóðar, ertt flestir úreltir og á eftir tímanum, kenslu- greinar hafa verið valdar meir eftir göml- um vana og af handhófi, án þess ð tek- ið hafi verið tillit til þess, hvað hafi best átt viö aö þroska hug og hjarta, eða mest

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.