Skinfaxi - 01.03.1920, Blaðsíða 3
SKINFAXl
11
notagildi fyrir daglega lífið. — í stuttu
niáli þa'S hefir lítt veriS hugsaö um þaö,
aö gera þá unglínga sem á þá hafa gengið,
færari um aö lifa, heldur en heföu þeir
á engan skóla gengiö.
Flestir skólar vorir, nema þá sjerskól-
arnir, tro'ða í nemendurna töluverðu af
bóklegu hrafli, annars er lítið hugsað um
að haga kenslunni þannig, að þeir geti
orðið þeirri kynslóð sem nýtur þeirra að
verulegu gagni i baráttunni fyrir lífinu.
Sú jijóð sem lengst er komin í skólamál-
um álitur að þeir skólar, sem ekki eru í
fylsta samræmi við líf og strit fólksins í
umhverfinu sem á að njóta góðs af þehn, v
]iá séu þeir til niðurdreps fyrir það sveit-
ar- eða bæjarfélag, í stað þess að efla ])að
andlega og efnalega sem góð uppeldis-
stofnun á aö gera.
Þá hafa skólar vorir margir hverjir
mjög lítil ef annars nokkur bætandi áhrif
á hugsunarhátt og siðferði nemenda. Börn
•og unglingar sem ganga á þá eru gersnauð
af prúðmensku. Það hefir enga tilfinningu
fyrir lög- og ])egnhlýðni, heldur níðist það
á varnarlausu, þá er eríginn sjer til, og
fótum treður lög landsins. Það ber svo
mikið á þessum ósóma sumstaðar í kaup-
stöðum og sjóþorpum hér á landi, að
manni verður nær að halda, að slík ómenn-
ing sé í meiri hluta, ])vi að það ber svo
mikið á óregiufólkinu, og það getur haldið
áfram alls konar svívirðingu, án þess að
almenningur noti ])að vald sem harin hefir
til þess að iosast við þann ófögnuð og trufl-
un, sem svallfólkið gerir í umhverfinu. 111-
gresinu eru því lofað að grafa um sig rætur
nær óhindrað.#Það munu ýmsir segja, að
ekki sé von á góðu, því að það eigi sér
oft staö, að þeir, sem gæta eiga laganna-
eru verstir með að brjóta þau. Það er auð-
vitað ekki við gDtt að gera, þá er slíkir ná-
urigar eru settir yfir fólkið að ofan, enn
sem komið er. — En allir góðir menn ættu
að taka sig saman um að reyna að halda
þeim í skefjum. — Það er áreiðanlegt, að
við líðum margt alveg fyrir augunum á
okkur, án þess að hafast nokkuð að; sann-
niéntuð þjóð mundi ekki þola þá spillinjgu
sem nú á sjer stað viða hjer á landi, bæði
hátt og lágt.
Kæru ungmennafjelagar og vinir, þetta
er alvarlegt, nú ríður á, að við öll, sem
ekki erum með í spillingunni og sjáum
hvað þarf að gera, verum nú samtaka og
höldum nú fastara saman eri nokkru sinni
fyrr, og leitumst við eftir megni að þroska
sjálfa oss i öllu sörinu, fögru og góBu,
vökum yfir heiðri vorrar ungu þjóðar, og
reynum að koma sem flestum á rjetta leið,
svo að þjóð vor geti í framtíðinni borið
með rjettu nafnið „fullvalda ríki“, því að
ekki verða þeir, sem nú ráða hjá okkur
ávalt „tímans herrar“. Stefnum að því að
taka þeirri kynslóð, sem nú ræður, fram
í líkamlegu og andlegu atgervi.
Um tóbakenantn.
Einhver hættulegasta tegund tóbaks-
nautnar eru vindlingareykingarnar. í vind-
lingunum er sem sé ekki að eins alment tó-
bakseitur, nikotin, heldur einnig oftast nær
aðrar sterkar eitur.tegundir, svo sem opium
og cokain. Það kvað fást sérstök tegund
vindlinga í tóbaksbúðunumí sem heitir ha-
vanna-vindlingar. Þeir eru að mestu leyti
úr „tonka“-baunum, sem eru mjög eitrað-
ar. En í staðinn hafa þeir þann „kost“ við
sig, að þeir hafa sterka og þægilega lykt,
og þess vegna sækjast menn eftir þeim.
Við alt þetta bætist, að vindlingar eru
oft vafðir úr tóbaksleyfum, gömlum vind-
lingastubbum, sem t. d. fátækt fólk í Ame-
ríku tínir upp af götunum og öðrum stöð-
um, þar sem slíkt er að finna. Hafi nú
þessir stubbar verið upp í fólki með sótt-