Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 2
22 SKINTAXI hinna eldri félaga sinni sem smá saman komast að ýmsum stöðum og störfum þjóð- félagsins og eiga þá enn meiri tök á að verða þeim til hvatningar og aðstoðar, þá er^það mikill styrkur. Og ef félögin vinna svo sjálf að hverju því er þau fá við ráð- ið, þá er öllu borgið. Menn mega þó ekki ætlast til að hægt sé að framkvæma verkleg stórræði, eins og nú er ástatt — þeirra starf er ekki lítils- virði fyrir það. — Og ekki skulum við ungmennafélagar byggja mikla loftkastala heldur. Það er rjett að læra að feröast sæmilega með jörðinni áður en farið er að leytast við að fljúga. En félögin eiga heldur ekki að draga sig á bak við alt. Þau eiga heldur ekki að hika við að láta opinberlega til sín sjást eða heyrast. Guðmundur Jónsson frá Mosdal. »Noregs ungdomslag«. (Ungmennafélag Noregs). Samband ungmennafélaga Noregs var 25 ára í sumar og vár haldin tilkomu- mikil minningarhátíð þess í Niðarósi (Þránd- heimi). Mun »Skinfaxi« seinna skýra smá- saman frá því mikla og glæsilega þjóð- þrifa- og þjóðvakningarstarfi, sem norsku ungménnafélögin og samband þeirra hafa unnið síðasta mannsaldurinn. Getum vér Islendingar af því margt og mikið lært, sem oss er bæði nauðsynlegt og gagnlegt, á þessum erfiðu tímum félagsskapar vors, þegar svo er komið, að fjöldi þeirra manna sem fyr báru byrðar og þunga starfsins á herðum sér, snúa baki' við félögum sín- um og æskuhugsjónum, og eru þá allvíða eftir óreyndir og alvörulitlir unglingar, sem algjörlega vantar stjórn og forystu þroskaðra og áhugasamra ungmennafélaga. Styrkur ungmennafélaganna norsku hefir aðallega verið í því fólginn, að þau hafa verið svo lánsöm að halda sínum beztu mönnum alla æfi! Þar eru því menn á öllum aldri og af öllum stéttum: sveita- unglingar og sjómenn, bændur og borg- arar, iðnaðarmenn og embættismenn, t. d. prestar, prófessorar, herforingjar, læknar, sýslumenn o. s. frv. Eg tek hér ofurlítinn kafla úr ritgjörð um minningarhátíð þessa. Stóð hún í einu helsta blaði ungmennafélaganna norsku: »Samband ungmennafélaga Noregs er 25 ára. Ur öllum áttum stefnir æskulýður Noregs glaður í huga til Niðaróss, til þings og samfunda. Skáldin munu kveða, og sögufróðir menn segja sögur og munnmæli. Og norskur æskulýður mun sjá í huga sér öll árin 25, með öllum þeirra sigrum og ósigrum, alt það sem áunnist hefir, og einnig það sem ofurefli reyndist. Höfðingj- ar og skáld tnunu vísa veg lengra áleiðis, og norskur æskulýður mun hverfa heim aftur styrktur til erfiðis og daglegra starfa. Gegnum ljóð skáldanna og sögur hinna fróöu og minnugu mun tvent hljóma hæst: Trú sú og eldmóður, sem var eign hinna gömlu og er það enn, vígamóður sá og þær miklu hugsjónir sem veitti þeim mátt og þrótt í margra ára harðvít- ugri baráttu. Auk þessa þarf æskulýðnum að lærast það, að starfið er eigi síður mikilvægt en stríðið, framþróunin jafn áríðandi sem frumstarfið, og að friðsamleg störf eru eigi óæðri sjálfri frumbaráttunni. Það þarf heitari liug og sterkari vilja til þess að bera byrðar daglegs erfiðis heldur en til þess að ganga fram, þá er víga- móður og bardagagleði gagntekur hjarta manns. Að vísu er það þrekvirki mikið að sigra í orrustunni. En þó meira þrek- virki að beygja bakið til strits og erfiðis og gefast ekki upp í tilbreytingarleysi hversdagslífsins, þótt maður hvergi eygi framfarir þær sem koma ættu að erfiðis-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.