Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 3
SKINFAXI 23 launum. — Og þeir tímar munu koma, og eru þegar komnir«. »— — — Þrjár eru aðalgreinar starfs vors: Þjóðarvakning, þjóðarmentun og þjóðarsiðmenning. Hinar tvær fyrri þörfn- umst vér framvegis sem áður fyr. Hin síðastnefnda þarf að verða æ veigameiri í starfi voru«. Sambandsþíng U. M. F. í. — 26 —28. júní 1921. Sjötta sambandsþing ungmennafé- laga Islands var háð í Reykjavík 26.—28. júní. Var þingið sett í liúsi K. F. U. M. sunnudag 26. júní kl. 8 að kvöldi dags. Setti sambandsstjóri, Jónas Jónsson frá Hriflu, þingið og bauð fulltrúa vel- komna, er menn höfðu sungið »Vormenn Islands«. Þessir fulltrúar sóttu þing úr Sunnlend- ingafjórðungi: 1. Þorgils Guðmundsson, 2. Jón Þor- steinsson, 3. Jón Guðnason, 4. Þorsteinn Þórarinsson, 5. Ellert Eggertsson, 6. Hall- dóra Sigurðardóttir, 7. Aðalsteinn Sig- urðsson, 8. Þorsteinn Sigurðsson, 9. Jóna Þorbjarnardóttir, 10. Guðrún Björnsdóttir, 11 Björn Birnir, 12. Magnús Stefánsson. Ur Norðlendingafjórðungi: Ingólfur Jónsson, Sigfús Hallgrímsson, Erlingur Eriðjónsson. Ur Vestfirðingafjóröungi: Björn Guðmundsson og Guðmundur Jóns- son frá Mosdal. Daginn eftir voru komnir 2 fulltrúar í viðbót: Frá Sunnl.fj. Magnús Á. Blöndal og frá Sambandi Au-Skaftfellinga Páll Þor- leifsson. Sóttu því 19 fulltrúar alls sam- bandsþing þetta. 1. fundur. 1. Sambandsstjóri nefndi þá til forseta þingsins Björn kennara Guðmundsson og var það samþ. í e. hlj. Nefndi forseti þá þingritara Þorstein Sigurðsson frá Vatns- leysu í Biskupstungum. 2. Var þá kosin 5 manna nefnd til rann- sóknar kjörbrjefa og lagði hún síðar til að allir fulltrúar væru taldir löglega kosn- ir, þótt eigi hefðu. allir þeirra getað náð kjörbréfum sínum. 3. Því næst var samþykt að byrja fundi næsta dag kl. 9 árdegis. 4. Að ráði sambandsstjóra var þá þeg- ar kosið í fastar nefndir þessar: a. Dagskrárnefnd: Bj. Guðmunds- son, Þorst. Sigurðsson og Jón Kjartans- son. b. Lagabreytingarnefnd: Jónas Jónssón, Þorst. Þórarinsson, Erl. Friðjóns- son, Jón Guðnason og Bj. Birnir. c. Iþróttaskólanefnd: Guðmund- urjónsson frá Brennu, Jóna Þorbjarnardótt- ir, Ellert Eggertsson. d. F j á r m á 1 a n e f n d : Þorst. Sigurðs- son, Guðr. Björnsdóttir, Guöm. Jónsson, Þorg. Guðmundsson, Guðm. frá Mosdal. e. Starfsmálanefnd: Halld. Sig- urðardóttir, Jón Þorsteinsson, Aðalst. Sig- mundsson, Magnús Stefánsson, Jón Kjart- ansson. f. Skinfaxanefd:Bj. Guðmundsson, Ingólfur Jónsson og Sigfús Hallgrímsson. g. S t j ó r n a r s k i p u n a r n e f n d : Bj. Birnir, Jónas Jónsson, Guðm. frá Mosdal, Erl. Friðjónsson og Aðalst. Sigmundsson. 5. Þá bað sambandsstjóri fulltrúana að leiöbeina nefndum þessum við störf þeirra sem best mætti verða. Tókust svo almenn- ar umræður um ýms mál, er fulltrúar og sambandsstjórn óskuðu að rædd væru á þingi. — Skýrði svo samb.stjórn lausl. frá helstu sambandsstörfum á liðnum árum og gaf skýrslu um fjárhag sambandsins. 2. fundur kl. 10 árd. n. d. 6. Sambandsstjóri skýrði þá nánar frá starfsemi sambandsins á liðnum árum. I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.