Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 5
SKINFAXI 25 kjósa ætti sambandsstjórn með sama fyr- irkomulagi og áður, eða alla í einu, og skifti hún svo sjálf með sjer verkum. Svo- hljóðandi breytingartillaga kom fram : »Það kýs 5 menn í sambandsstjórn: sambandsstjóra, ritara, gjaldkera og 2 með- stjórnendur«. — Samþ. í e. hlj. og verð- ur tillaga þessi niðurlag greinarinnar. Fyrri hluti greinarinnar var samþ. í e. hlj. 8. gr. samþ. í e. hlj. Um 9. gr. urðu nokkrar umræður. Við- aukatillaga við þá grein : »Reikningsárið er almanaksárið og send- ir sambandsstjórn héraðss'tjórnum yfirlit yfir hag sambandsins«. Var svo greinin með viðauka þessum samþ. í e. hlj. 10.—14. gr. samþ. í einu hljóði. Voru þá lögin í heild sinni borin undir atkvæði fundarmanna og samþ. með öllum greidd- um atkvæðum. — 8. Þorst. Þórarinsson gerði fyrirspurn hvenær ætti að breyta fjórðungssambönd- um í héraðssambönd. Oskaði einnig eftir að málið á lögunum yrði lagfært, áður en þau yrðu prentuð. Ennfremur að hverju félagi yrði send jafnmörg eintök af lög- unum og fjelagar væru margir. 9. Þessu næst var samþykt svohlj. till. »Sambandsþingið skorar á félögin inn- an U. M. F. I. að ganga sem fyrst í »íþróttasamband Islands« ef {áau eru það eigi þegar, og senda fulltrúa á aðalfundi I. S. I. svo marga sem þau mega«. Samþ. með öllum þorra atkvæða. 4. fundur kl. 8V2 síðd. s. d. 10. Alit »S kin fax a«-n efn dar. Fram- sögumaður Ingólfur Jónsson: Nefndin leggur til: a ð fráfarandi stjórn sé falið að ganga svo vel sem orðið getur frá Skinfaxamál- unum eldri og skili svo viðtakandi stjórn, a ð blaðið verði fyrst um sinn 8 arkir, verð þess 3 krónur; þó hefir stjórnin heim- ild til þess að stækka blaðið í 12 arkir og hækka verð þess í 4 kr., ef henni sýn- ist það hyggilegt, a ð við hver áramót séu gerðir upp reikningar blaðsins og birtur útdráttur úr þeim héraðssamböndum, a ð viðtakandi stjórn verði falið að semja á ný um prentun blaðsins við prent- smiðju þá sem best kjör býður, og leiti fyrir sér um kaup á pappír. Breytingartill. um »að Skinfaxi verði 12 arkir á ári, komi út mánaðarlega og sé verð hans 4 kr.«, var feld með meirihluta atkv. og voru þvínæst tillögur nefndar- innar samþyktar í einu hljóði. 11. Alit starfsmálanefndar. Fram- sögum. Magnús Stefánsson. a. Iþióttir: Þingið felur sambandsstjórn- inr.i að vinna að aukinni íþróttastarfsemi innan félaganna, einkum telur það nauð- synlegt að vekja og glæða áhuga ungu kynslóðarinnar á nytsemi íþrótta. 1 því skyni er stjórninni heimilt að ráða um- ferðakennara, styrkja námsskeið héraðs- sambandanna og gera þær ráðstafanir, sem fjárhagur sambandsins leyfir, og hún telur íþróttum til eflingar. b. Skógrœkt: Þingið felur sambands- stjórninni að láta endurbæta girðingu um skóglendi sambandsins (»Þrastaskóg«) svo fljótt sem unt er. Ennfremur að reynt verði að fá ungmennafélaga til að vinna að grysjun skógarins endurgjaldslaust. c. Fyrirlestrar: Þingið felur sambands- stjórninni að sjá svo urn, að hvert félag fái minst einn fyrirlestur á ári, frá hálfu sambandsins. d. Heimilisiðnaður: Þingið felur sam- bandsstjórninni að hlutast til um það við smærri samböndin, að þau haldi stutt heimilisiðnaðarnámsskeið, og er sambands stjórn heimilt að verja fé úr sambands- sjóði til slíkra námsskeiða, ef fjárhagur sambandsins leyfir. Tillögur nefndarinnar voru samþyktar í einu hljóði. 12. Friðun skógarleifa í Leyn-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.