Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 7
SKINFAXI 2 7 19. Sambandsstjóri gerði tillögu um að kosin væri nefnd til þess að athuga þing- kostnaðinn. Hlutu kosningu: Erl. Friðjóns- son, Guðm. frá Mosdal og Þorst. Þórar- insson. Gerði nefndin tillögur þessar, er voru samþyktar: Ferðakostnaður til Þorsteins Þórarinssonar. . . kr. 40.00 Halldóru Sigurðardóttur . . — 20.00 Aðalsteins Sigmundssonar. . — 35 00 Þorsteins Sigurðssonar... — 40.00 Björns Guðmundssonar. . . — 75-00 Sigfúsar Hallgrímssonar . . 120.00 Samtals kr. 330.00 Auk þess var samþykt að greiða úr sambandssjóði nauðsynlegan kostnað við þinghaldið á þingstaðnum. 20. Lesið bréf frá Jóni Helgasyni prent- ara (um að æskilegt mundi að styrkja ekkju Guðm. sál. Hjaltasonar), og var samþ. þessi tillaga: »Þingið felur sambandsstjórn að leita frjálsra samskota til minnisvarða yfirGuðm. sál. Hjaltason og til styrktar ekkju hans«. 21. Forseti þingsins bar þá fram þessa tillögu sem var samþ. f e. hlj.: »Sambandsþingið álítur að eitt af því sem mestu varðar heill og heiður ísl. þjóð- arinnar á næstu árum, sé fullnæging bann- laganna. Vill þingið því alvarlega beina athygli fulltrúanna að því að leggja frarn krafta sína til þess að gæta sóma bann- landsins*. 22. Svohljóðandi tillaga kom frá sam- bandsgjaldkera Guðm. Jónssyni frá Brennu og sambandsritara Jóni Kjartanssyni, og var samþ. í e. hlj. »Þingið felur sambandsstjórn að fara þess á leit við Guðm. Davíðsson ásamt fráfarandi sambandsstjórn, að hann ljúki við rannsókn á fjárreiðum »Skinfaxa« frá ársbyrjun 1914 til sambandsþings 1921, og vottar þingið honum þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins, fyrst og fremst, á meðan hann var sanrbandsstjóri og einnig nú síðast við reikninga »Skin- faxa«. 23. Þá fór frarn stjórnarkosning, og hlutu þessir kosningu: Sambandsstjóri: Magnús Stefánsson. ----ritari: Guðrún Björnsdóttir. ----gjaldkeri: Jón Kjartansson. Meðstjórnendur: Guðm. Jónsson frá Brennu og Guðm. Davíðsson. Kosnir endurskoðendur: Guðm. Kr. Guðmundsson og Ingólfur Jónsson. Fyrv. sambandsstjóri Jónas Jónsson frá Hriflu þakkaði fulltrúunum fyrir vel unnin störf, og svaraði forseti því með því að þakka sambandsstjóranum fyrir vel unnin störf hans í þágu ungmennafélaganna fyr og síðar. Þakkaði forseti síðan þinginu og fráfarandi stjórn öll störf þeirra með snjallri ræðu. Var síðan sungið: »Eg vil elska mitt land«, og sambandsþinginu því næst slitið kl. 220 þ- 28.. júní. Bj'órn Guðmtmdsson, forseti. Jón Kjartansson. Leikmót. 27. og 28. ágúst síðastl. var leikmót Glímufél. Armann og Iþróttafél. Reykja- víkur háð. Þátttakan mátti heita góð, en árangurinn vel í meðallagi. Tvö ný met voru sett á þessu móti og bæði af Jóni J. Kaldal, hinum fræga hlaupara okkar Is- lendinga. Metin voru í 5 og 10 rasta hlaupi. 5 rastirnar rann hann á 16 m. 20 sek.; metið var 17 m. sett af Guðjóni Júlíussyni. Nú var hann 16 m. 44 sek. 10 rastirnar rann Jón á 34 m. 138/i0 sek. Þorkell Sigurðsson 34 m. 25 sek. og Agúst Olafsson 34 m. 38 sek.; metið var 38 m. 19 sek. Kaldal hefir dvalið hér heima stuttan tíma í sumar, en er nú á förum aftur til

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.