Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 8
28 SKINFAXI Danmerkur. Enginn vafi er á því að hlaup- arar okkar hafa haft gott af komu Kal- dals, hefir hann leiðbeint þeim í mörgu og sýnt þeim livernig á að hlaupa, því hann hleypur afbragðsfallega. Mótið fór vel fram og var félögunum til sóma. Það virðist nú tími til kominn að íþróttamenn okkar fái tækifæri til að reyna sig oftar en einu sinni á ári, og einmitt haustmótin eru jafnvel nauðsýn- legri en vormótin, því undir haustmót geta menn verið betur æfðir að minsta kosti kaupstaðabúar. Halldór Sigurðsson úr- smiður gaf vandaðan bikar til verðlauna fyrir 5 rasta hlaup. Bikarinn á að vinnast þrisvar á haustmóti Armanns eða I. R. en þarf ekki að vera í röð. Það er lofsvert að þeir menn sem eru sæmilega efnum búnir, en hafa ekki hent- ugleika á að æfa íþróttir, sýna svo mik- inn áhuga og íþróttum þá velvild að greiða götu þeirra með fjárframlögum og gjöfum til verðlauna fyrir afrek í íþrótt- um. Iþróttamennirnir þakka og launa með því að æfa sig vel. M. S. Molar. 10 ára afmæli íþróttavallarins í Reykja- vík var hátíðlegt haldið 11. júní s. 1. Iþrótta- félög bæjarins gengu í skrúðgöngu suður á Iþróttavöll, staðnæmdust við kirkjugarð- inn meðan stjórn I. S. R. lagði sveig á leiði 01. Björnssonar ritstjóra. A vellinum sýndu leikfimi tveir flokkar frá í. R. undir stjórn Björns Jakobssonar, en síðan var sest að veizlu í Iðnó. Voru þar stjórnir allra íþróttafélaga bæjarins svo og nokkrir íþróttavinir, alþingismenn og borgarstjóri. Þar var margt talað um íþróttir og líkamlegar mentir. Gestamót. Síðastliðinn vetur efndu U. M. F. í Reykjavík til gestamóts að göml- um sið. Þátttaka var sæmileg og skemtu flestir sér bærilega. Guðm. Friðjónsson hafði lofað að tala nokkijr orð, en sá sem ekki sást á þessu gestamóti var G. Fr., og hefi eg ekki orð frá honum heyrt síðan. Var það bagalegt að skáldið skyldi bregð- ast svo unglingunum á síðustu stundu, því eins og skáldið segir: »Vor fátæka þjóð má við minna, en missa hugsjónir skáldanna sinna«. — Ríkarður Beck mælti fyrir minni Islands og flutti tvö kvæði og varð þannig til að bæta fyrir glataða son- inn. Fleiri töluðu á þessu móti og að síð- ustu var dansað fram á nótt. — Vafalausl þarf að athuga fyrirkomulag gestamótanna, ef þau eiga að koma að tilætluðum not- um fyrir ungmennafélaga-hreyfinguna, og verður það ef til vill gert við tækifæri. Samvinna. í síðasta blaði gat eg þess, að sambandsstjórnin óskaði að kynnast ungmennafélögum sem dvelja hér í bæn- um í vetur. Eftir því sem eg hugsa meira um þetta mál, sannfærist eg betur um nauðsyn þess. I Rvík er fjöldi ungmenna- félaga yfir veturinn. Það eru menn úr öll- um landsfjórðungum. Þessvegna þurfa þeir að starfa saman; ef vel væri þyrftu þeir að geta sótt hingað nýjan eldmóð og flutt hann með sér hver heim í sína sveit. Al- staðar er meira en nóg að vinna, vantar ekkert nema áhuga, brennandi áhuga fyrir framförum og eflingu félagsskaparins. I haust verður reynt að byrja á þessu og eru því allir ungmennafélagar sem í bæinn koma, beðnir að láta sambands- stjórn vita um heimili sitt og nafn. Það er lítil fyrirhöfn að leggjá miða í Póst- h'ólf 516. Bækur U. M. F. í. Ungmennafélagar fá bækur sambandsins meðan upplagið hrekk- fyrir þetta verð: Þjóðfélagsfræðina . kr. 1,50 Skógræktarritið ' 0,75 Um ungmennafél. Islands - 0,35 Nýju skólarnir ensku. - 0,35 M. 8. Prentsmiðjan Acta — 1921.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.