Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1921, Blaðsíða 6
■2 6 SKINFAXI ishólum. Svohlj. till. var samþ. á fjórð- ungsþingi Norðlendinga h. 9. og 10. apríl síðastl.: »Fjórðungsþing Norðlendingafj. mælist fastlega ti! þess að næsta sambandsþing U. M. F. I. sem háð verður í Reykjavík 1921, beiti séf eindregið fyrir því, að skógarleifar í Leynishólum í Eyjafirði verði girtar svo fljótt sem ástæður leyfa og þannig trygðar gegn eyðileggingu«. I þessu máli kom fram svohljóðandi till. sem var samþ. í einu hljóði: »Sambandsþingið felur sambandsstjórn að gera sitt ítrasta til þess að fá skóg- ræktarstjóra og ríkisstjórn til að láta girða skógarleifarnar í Leynishólunr í Eyjafirði og víðar«. 13. Svohlj. fundarályktun var sam- þykt með 8 atkv.: »Sambandsþingið ályktar að næstu þrjú ár skuli hvert héraðssamband greiða í sambandssjóð 35 aura fyrir hvern félags- mann. Skal gjald þetta vera greitt fyrir lok maímánaðar ár hvert, í fyrsta sinn vorið 1922. 14. Um útgáfusjóð: Magnús Stefánsson flutti svolátandi til- lögu, er samþ. var í e. hljóði: »Sambandsþing ákveður að myndaður verði útgáfusjóður innan U. M. F. I. og undir umsjón sambandsstjórnar. Tekjur sínar fær útgáfusjóður þannig, að ungmennafélagar er styrkja vilja sjóð- inn, greiða árstillög til sjóðsins eða æfi- tillag eitt skifti fyrir öll. Sjóðnum skal varið til útgáfu nytsamra bóka og ritlinga um ungm.félagsmál. Arstillög skulu vera að upphæð kr. 5.00, en æfitillög kr. 50,00«. I sambandi við þetta lcom fram þessi till., er samþ. var í einu hljóði: »Þingið skorar á sambandsstjórnina að koma í verð bókum þeim, sem samband- ið hefir gefið út og á enn óseldar. Tekjur af sölu bóka þessara renni í útgáfusjóð*. 5. fundur kl. 10 árd. n. d. 15. Alit fj ármálanefndar. Fjárhags- áætlun fyrir fjárhagstímabilið 1921 —1924: T e k j u r: I sjóði 26. júní 1921 . s . . kr. 3321.51 Inneign hjá blaðinu Skinfaxi — 790.05 Sambandsskattur í 3 ár . . . — 6000.00 Arstillög félaga í 2 ár ... — 2000.00 Alls kr. 12111.56 Gjöld: Til íþrótta................kr. 2000.00 — fyrirlestra...............— 3000.00 skógræktar..............- ■ - 1000.00 — heimilisiðnaðar............— 300.00 — Skinfaxa..................— 900.00 Kostnaður við Samb.þing. . — 1000.00 Stjórnarkostnaður..............— 600.00 Oviss gjöld....................— 600.00 í sjóði við lok fjárh.tímabils — 2711.56 Alls kr. 12111.56 Fjárhagsáætlun þessi var samþ. í e. hlj. 16. Reikningar sambandsins lagðir fram endurskoðaðir, og var ekkert við þá að athuga. Samþ. með öllum samhlj. atkv. 17. Alit íþróttaskólanefndar. Framsögum. Ellert Eggertsson: »Nefndin leyfir sér að leggja til, að lagt sé kapp á að safna fé í »íþrótta- skólasjóð« með frjálsum framlögum ung- mennafélaga o. fl. Telur nefndin æskilegt að þingið kjósi sérstaka nefnd, 'er hafi umsjón með sjóðnum og annist um fjár- söfnun. En sambandsstjórn hafi eftirlit með störfum nefndar þessarar«. — Samþ. í einu hljóði. Kosnir voru í nefndina: Jón Þorsteins- son, Guðtn. Jónsson frá Brennu og Jón Kjartansson. 18. Magnús Stefánsson gerði fyrirspurn um gildi viðaukalaga sambandsins. Var sambandsstjórn falið að breyta þeim í samræmi við nýju sambandslögin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.