Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1922, Page 1

Skinfaxi - 01.04.1922, Page 1
4. BLAÐ REYKJAVÍK, APRÍL 1922. XIII. llí Orðasöfnun. Leiðarvísir um orðasöfnun heitir rit, sem nýlega kom út í Reykjavík. Höfundur þess er hr. málfræðingur Þórbergur" Þórðarson. Nokkur síðustu árin hefir Þórbergur lagt stund á að safna á skrá orðum og orð- tökum íslenzkrar tungu, einkum þeim er fáheyrð eru og þeim er eigi tíðkast í rit- uðu máli. Islendingar hafa haldið mörgum sínum háttum lítið breyttum öldurn saman, menn vita að samt hafa mjög mörg orð fallið í gleymsku og týnst úr tungu þeirra. Er það tjón mikið, því að hver tunga er eftir því fullkomnari og nothæfari sem meiri hefir hún forða orða og orðtækja. Síðustu áratugiria hafa stórfeldar breyt- ingar og mjög hraðfara orðið á lifnaðar- háttum og siðum þjóðarinnar í mörgum greinum. Sjálfsagt eru breytingarnar marg- ar til bóta, sumar eru og þær, að vafa- samar umbætur eru að, en við þeim verð- ur ekki spornað. Af flestum þessum breyt- ingum er móðurmáli voru hætta búin. Hættu þessa hafa ungmennafélögin glöggt séð. Hafa þau þess vegna í stefnuskrá sinni ákveðið að reyna af fremsta megni að vernda móðurmálið. Ungmennafélögin eru eini almenni fél- agsskapi r þessa lands, er markað hefir sig slíku þjóðræknistákni. Er það í sam- ræmi við stefnu þeirra og starfsemi og er þeim sæmd að. En eigi má það úr minni líða, að vandi fylgir vegsemd hverri, og að nokkuð skal æ til sæmdar vinna annað en orðin tóm. Tilgangurinn með orðasöfnun er sá, að bjatga frá glötun orðum, er týnast myndu, ef eigi væru þau skrásett og þann veg varðveitt, en jafnframt er og sá tilgangur, að draga saman í eitt safn urmul orða, orðtækja og málshátta. Safnið verður not- að síðar, þá er samin verður íslenzk orða- bók. Orðasöfnun þessi er afarmikið verk og langt umfram ókleift einum manni. Þess- vegna heitir Þórbergur á menn til liðveizlu. Bókina hefir hann ritað til leiöbeiningar þeim, er þessu vilja sinna. Allmargir hafa þegar gengið í lið með Þórbergi, en hann þarf að fá, að minsta kosti einn eða tvo samverkamenn í sveit hverri um land alt. I eftirmála bókarinnar eru skráð ummæli fjögurra þjóðkunnra manna um orðasöfnun- ina. Meðal annars kveða þeir þann veg að orði: Jakob Jóh. Smári, kennari ritar: ». . . Eg efast ekki um, að úti um land sé fjöldi manna, sem hafi svo mikla þjóð- rækni til að bera og svo mikinn tíma afgangs nauðsynjastörfum sínum, að þeir geti brugðist vel við og veitt mikilvæga aðstoð í þessu máli. Djúpsetta málfræði- þekkingu þarf ekki til, enda gefur herra Þórbergur hér að framan svo nákvæmar reglur um orðtökuna, að hver meðalgreind- ur maður hlýtur að skilja. Slíkt ólaunað samstarf fjölda manna er alsiða við söfnun til orðabóka erlendis, og ætti ekki að vera

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.