Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1922, Síða 3

Skinfaxi - 01.05.1922, Síða 3
SKINFAXI 35 vegar í sveitum, en þær geta þó aldrei orðið annað en slitrótt frásaga og ósam- stæðir molar. Vildu menn svo tína sam- an þennan fróðleik, í eina heild, verð- ur að rannsaka fjölda af blaðaárgöng- um og öðrum ritum, með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, og þó mundu menn sakna margra mikilvægra atriða. Væru ritaðar héraðasögur — eða átt- hagasögur, er svo mætti kalla — um land alt, yrðu þær ómetanlegt heimild- arrit fyrir sögu þjóðarinnar í heild sinni, á því tímabili, sem þær næðu yfir. G. D. ---o—— Frá Svíþjóð. Námsflokkar. Niðurl. Svíar eru komnir lengst allra Norður- landaþjóða í námsflokkastarfsemi, en lireyf- ingin er ekki upprunnin þar.Hún barst þang að frá Englandi fyrir 13 árum.í Englandi og Ameríku er hún í miklu gengi, svo og í þýzkalandi og víðar. Annarsstaðar er hún í byrjun, t. d. í Danmörku, en alstaðar nýtur hún álits og trausts. Námsflokkarnir í Sviþjóð eru í sambandi sín á milli, og styðja hver anna í starfsem- inni. þeir miðla hver öðrum af reynslu sinni ,ráða fyrirlestramenn í samlögum, skiftast á bókum, keppa liver við annan o. s. frv. þeir gefa út bækur, blöð og tíma- rit starfseminni til stuðnings, og senda jafnvel menn til annara landa til að kynna sór allar framfarir í námsflokkastarfsem- inni þar. Svíar segjast nú reyndar hafa haft náms- ílokka áður en hreyfingin barst þangað frá Englandi, en þeir voru fáir og dreifðir, og fáir vissu um þá. Vér íslendingar get- um sagt nokkuð svipað. Námsflokkar hafa verið til hér á landi, svo snemma, sem nokkur man, og sjálfsagt miklu fyr. þar sem námsþorstinn er til og félagsskapur þektur, þar liggur það beint við, að hinir þyrstu myndi félag til að svala þorstanum. Sumstaðar hér á landi hafa söngflokkar verið myndaðir á þann hátt, að nemend- urnir hafa bundist samtökum um að nema, og hafa síðan útvegað sér lcennara. Eg hefi verið með í sundflokki, flokki til að nema dráttlist o. fl. flokkum, sem myndaðir voru á þennan hátt. í sumum ungmennafélög- um liafa myndast flokkar um sérstök verk- efni: leikfimisflokkar, knattspyrnuflokkar, giímuflokkar o. s. frv. Alt eru þetta í raun og veru námsflokkar. Fyrir meir en 20 ár- um þelíti eg ungmennafélag, sem hafði nokkra slíka flokka. þessi dæmi og önnur slík sýna það tvent, að hér er jarðvegur fyrir námsflokka og að myndun náms- flokka er hentugt verkefni ungmennafé- laga, enda ber eg mikið traust til þeirra i þessu efni. þau eru, vegna æskunnar, sem þau geyma, fljót að taka upp nýungar. þau hafa sett mentun þjóðarinnar á stefnuskrá sína. Auðveldasta, fljótlegasta og bezta að- ferðin, sem þau geta notað, er myndun námsflokka, og þar sem þau hafa bóka- söfn til umráða, liggur það alveg beint við. Námsflokkar hér á landi hafa lifað án sjálfsmeðvitundar og lieildarskipulags sem slíkir. Án meðvitundar um það, að hér var um sérkennilega og merkilega menningar- stefnu að ræða. Án vitundar um það, að þessi mentastefna var á sigurför um heim- inn. þoir hafa verið dreifðir og einangraðii'. þó hefir skort leiðbeiningu og stuðning. þess vegna hafa þeir líka flestir lifað skamma stund og vakið litla eftirtekt, en þeir sem þekkja þá af eigin reynd, geyma frá þeim góðar endurminningar og þakka þeim þröska sinn að meira eða minna leyti. þetta, sem nú var sagt um námsflokk- ana, átti við um ungmennafélögin fyrir nokkrum árum, en svo harst hingað fregn- in um það, að í öðrum löndum væri ung- mennafélagsskapurinn voldug hreyfing, sem gerði mikið gagn. þá reis hann upp

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.