Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1922, Page 2

Skinfaxi - 01.06.1922, Page 2
42 SKINFAXl kosninga, eða að minsta kosti, að fram fari um málið alþjóðaratkvæðagreiðsla, eftir að það hefir verið rætt og skýrt. þjóðin verður að fá ráðrúm til þess að rumska við áður en ánauðarhlekkir Bakkusar læsast að hálsi hennar. Vér ungmennafélagar getum vakið sterka samúðaröldu í vil þeim málstað, er vér fylgjum. pað er skylda vor að styðja þá menn, er bjarga vilja sæmd fóstur- jarðarinnar, hve nær sem heit félags- skapar vors heimta. ----o----- Fagrar listír. Kjarval málari er kominn til landsins fyrir nokkru úr vetrardvöl sinni á Ítalíu. Hann hélt málverkasýningu hér í Reýkjavík með mikilli aðsókn. Hann dvelur í suraar austur í Borgarfirði og málar. Gunnlaugur Blöndal er og nýkominn úr utanför. Hann er lesendum Skinfaxa áður kunnur. Hann leggur einkum stund á að mála andlitsmyndir. Páll ísólfsson organleikari hefir enn stundað nám síðastliðinn vetur í þýska- landi og haldið þar hljómleika. Fer orð- stír hans æ vaxandi. Nýlega hélt hann hljómleika hér í dómkirkjunni við óvenjumikla aðsókn og hlýtur mikið lof fyrir. þýzkur hljómlistakennari, Otto Bött- cher að nafni, dvelur nú í Reykjavík og mun hann vera kominn hingað af hvöt- um Jóns Leifs. Hann stýrir nú 30 manna hljómsveit og er það sú fjöl- mennasta sem hér hefir starfað. Ilún lætur til sín heyra við hátíðahöldin 17. júní. Rít Guðmundar Hjaltasonar. Fáum eða engum á þjóðin eins mik- ið að þakka og þeim, er með einhverj- um hætti hafa kostað kapps um að fræða hana og menta. Og einn af þeim, er þetta hefir gert með sérstökum hætti, var Guðmundur Iljaltason. þau eru ótalin sporin, sem hann gekk til þess að flytja mönnum fróðleik sinn og mentun heim í hlað, og sama mun vera að segja um hina margvíslegu erfiðleika, er hann átti við að stríða, — þeir eru ekki taldir. Hann var og einn af þeim mætu mönnum, er hafa bor- ið vöxt og viðgang ungmennafélags- hreyfingarinnar fyrir brjósti. Hann lét og ekki sitja við orðin tóm. það hefir kunnugur maður sagt mér, að hann muni hafa flutt um 1100 fyrirlestra hér á landi, frá því er hann kom aítur til landsins fyrir tilstilli þeirra manna, er beittu sér mest fyrir hreyfingunni um 1909 og þangað til hann dó 1919. Ilann hefir því leyst geysimikið starf af hendi, ■— starf, sem hefir ekki ver- ið launað sem skyldi, jafnvel þótt eg efist ekki um, að það hafi verið þakk- að af mörgum, er á hann hlýddu og kunnu að meta hina ljúfmannlegu fræðslu hans. ;—- Eg hefi nú undanfarið verið að líta yfir úrvalsfyrirlestra Guðm. Hjaltason- ar. Eru þeir þannig úr garði gerðir frá hendi höfundarins, að þeir gætu farið undirbúningslaust í prentsmiðj- una. Er leitt til þess að vita, ef það þarf lengi að dragast að þessi ágætu erindi komi fyrir almenningssjónir, af því að í þeim er fólginn mikill fróðleik- ur og góður, er þyrfti að verða eign sem flestra manna. En svo er annað, sem flestum vinum G. H. mun renna til rifja. Ekkja þessa

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.