Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 4
52 SKINFAXI Skinfaxi Utgefandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. I_________________________I___________ Dalasýslu er svo heppinn að geta talist í flokki þeirra héraða. Eftir nafninu að dæma gæti ókunnug- um skilist, að Dalasýsla væri strjálbygt og yfirferðarvont hérað, en því fer fjarri að svo sé. — Hinir eiginlegu Dalir, Suður- Dalir oft nefndir liggja að sunnanverðum botni Hvammsfjarðar. Náttúran hefir rað- að þeim niður, með svo lofsverðri hagsýni að segja má að þeir "hverfi allir að einu lóni«. Þeir sameinast allir í eitt þar sem þeir koma fram úr hálendinu, og mynda þar fagrar tungur milli ánna, þar sem þær falla allar nálægt hvor annari til sjáf- ar. Sameining yatnanna er sem spegil- mynd af því félagslífi, er þar gæti þró- ast. Að því félagi gæti staðið æskulýður þriggja hreppa, og þess vænti eg gð skamt vcrði þar til að framgjarnir æsku- menn héraðsins færa sér í nyt þessar bendingar náttúrunnar. I . ðl. F. í Dalasýslu. í sýslunni eru starfandi fjögur sambandsfélög og er það mér gleðiefni að geta þess, að árroðamerki félagslílsins skína á Þeim, jiótt þau séu ekki svo ung að áratölu. Það vill oft brenna við aö félagsstarf- semin sé kippótt, og bláþráðablandnir doðablettir kæringarleysisins koma oft fram í félagsstörfunum, en í félögunum í Dala- sýslu, eru þau sjúkdómseinkenni hverf- andi, en ekki vaxandi. Hjarðarholtsskólinn veitir hlýjum straumum inn í félagslíf U. M. F. Olafur pá., um kaldasta tíma ársins, og annars et það ómælt hve mikið gott getur breiðst út frá góðum alþýðu- skóla í sveit. — Það verður ekki vegið á vanalegar búðarvogir. .... Þeir skólar eru sem vermireitur sveitalífsins. Það er trú mín að U. M. F. í Dala- sýslu eigi góða framti'ð fyrir höndum og eg vænti þess að þau eflist og fjölgi á komandi árum. BúiiaðarfVaintarir. Dalina má eflaust telja með framfaramestu héruðum landsins í búnaðarmálum. Víða eru ágætar bygg- ingar og túnræktin er fyrirmynd. Flest tún hafa verið þar frá náttúrunnar hendi, þýfð og grýtt en nú er megnið af þeim orðiö slétt og grjótlaust. Oft liafa Dala- menn orðið að beygja bakið áðúr en því marki var náð. Eldri kynslóðin skilar sýslunni að því leyti í fögru ástandi í hendur hinna yngri, og verði framhaldið eins þá veröur falleg búnaðarsaga sýsl- unnnr. En þess þurfa framtíðarmenn héraðsins að minnast, að þótt túnræktin sé mikils verð, þá er það þó ræktun hinnar upp- vaxandi kynslóðar, sem mestu varðar og alt annað byggist á. Félagslíf til sveita og framtíð land- búnaðar. Utþrá unga fólksins í sveitunum er að lama landbúnaðinn. Flestir vilja að heiman að leita sér frægðar og frama, en því miður verður oft útkoman gagnstæð áætlun á þessum heimanferðum. Heilbrigt og þroskandi félagslff er það eina sem getur unnið bót á þessu böli. Ungmenna- félagshreyfingin ætti því að vera áhuga- mál allra þeirra sem trúa á framtíðarmögu leika landbúnaðarins, að taka sér ferð á hendur um fegurstu héruð landsins og kynnast menningu og búnaðarháttum sveit- anna, þá myndu að minsta kosti augu þeirra opnast fyrir fróðlegu gildi sveita- lífsins. Stykkishólmi í júlímánuði. Stefán Jónsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.