Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 8
S K I N F A XI 56 hopp og hí leiðinlegt og er oft óþörf á- reynsla. Krafta varnir nefndi eg áuan. A kapp- glímum höfum við venjulega mest af þeim að segja. Þessar varnir eru aðallega: að standa fast, taka á móti bragðinu í ótíma og bolast. Auðvitað á ekkert af þessu að vera til í íslenskri glímu, en það er þar nú sarnt, og oft notað ósleitilega, oftast mun það koma af því, að varnir niðri eru ekki æfðar nógu vel. Ráðið til að útrýma þessum ljótu vörnum, og það verður að gera, held eg sé það helst aö æfa varn- irnar niðri. Eg vil nú skjóta því til þeirra, sem leiðbeina í glímu, svo og til allra þeirra, sem glímu stunda, hvort þeir vilja ekki athuga þessa skiftingu á brögðunum. Það er öllurn mönnum lóst, að glíman er nú sem stendur í talsverðri niðurlæging. Þessa niðurlæging getur enginn maður þol- að, fyrst og fremst vegna íþróttagildis glímunnar. og eigi síður vegna ábyrgðar- innar, sem lendir á herðum þjóðarinnar um að endurbæta og fullkomna, alt það sem til framfara og þjóðþrifa má verða. M. S. Skínfaxí, Með þessu blaði byrjar síðari helmingur af yfirstandandi árgangi Skinfaxa. Eru því kaupendur hans, þeir sem eiga ógreitt ársgjaldið hér með mintir á að senda það hið allra fyrsta, sömuleiðis þeir sem standa í skuld fyrir eldri árganga. Hentugast er að senda peninga í póstávísunum, er fást á hverjum póstafgreiðslustað. Full utaná- skrift blaðsins er: Skinfaxi Pósthólf 516 Reykjavík. Allmörgum innheimtumönnum blaösins úti um sveitirnar hafa verið sendar skrár um skulduga kaupendur. Er þess vænst að þeir bregðist drengilega viö um innheimtuna. Hinsvegar mega félagar treysta því að afgreiðsla og reikningsfærsla blaðsins er í besta lagi og að öllum fyrir- spurnum og bréfum verður svarað um hæl. Viö Ungmennafélagar erum kringum 4000 dreifðir um alt landið. Ef annar hvor félagi skrifaðist fyrir blaðinu og greiddi skilvís- lega, þá gæti það vel borið sig. Skinfaxi heitir á félagana um styrk til þessarar útbreiðslu svo að tala skilvísra kaupenda verði tvö þúsund um næstu áramót. Þá horfir hann ókvíðinn móti framtíöinni og lofar betra efni og meira lesmáli. Þetta geta félagar, ef þeir hugleiða hve nauð- synlegt félagsskapnum er að eiga gott blað. En Skinfaxi heimtar meira af eig- endum sínum. Félagsmenn ættu að senda blaðinu meiri fréttir af störfum sínum en þeir gera, eða nýjar tillögur um félags- störfin. Æfisögur félaganna eru líka nrargar þess verðar að vera birtar í blaðinu þó að stuttar séu. Það er mjög mikilsvert að félagsmenn, víðsvegar um landið, athugi að ein smátillaga í þeirra eigin litla félagi sé hún boðuð öðrum félögum í blaðinu, getur algerlega markað stefnu alls sam- bandsins í því máli —- hugsun eins ein- asta félaga > hrundið vorum hag á leið — með heillar aldar taki«. Ný bók. Fornleifafélagið hefir gefið út bók, um Fornleifar á þingvöllum, með 2 uppdráttum, eftir Matthías pórðarson fornmenjavörð. Höfundur- inn getur um eigi færri en 37 búðar- tóttir, sem glögt sést votta fyrir á þingvöllum. Hann lýsir stærð, lögun og útliti þeirra mjög nákvæmlega, og rek- ur sögu þeirra, að svo miklu leyti sem það er unt. Bókin er hin fróðlegasta og ágætur leiðarvísir öllum, sem vilja skoða sig um á þingvöllum og vita deili á forn- leifunum þar. G. D. Prentsmiöjau Acta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.