Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 7
SKINFAXI 55 íþróttabálkur. Frh. Eg byrjaði á grein um íslenska glímu, í vetur. Það hefir dregist að framhaldið kæmi, að nokkru leyti vegna þess, að ekki hefur verið rúm í blaðinu fyrir það og að nokkru vegna þess, að Skinfaxi getur líklega aldrei flutt greinina alla, sökum þess að hún hefir, óhjákvæmilega orðið lengri en jeg bjóst við í upphafi. Hér kemur því lítill kafli eða öllu heldur útdráttur úr kafla, um brögð og varnir. I fljótu bragði, virðist það einkennilegt að ekki skuli vera til fullkomin kenslubók í íslenskri glímu, þjóðaríþróttinni, bók, er hægt sé að læra glímuna af, að mestu leyti án kennara; en það er nú svo um margt af því, sem mönnum finst þeir kunna, að þar hverfa aðalatriðin fyrir auka- atriðum. Víða má sjá það þar sem verið er aðsegja byrjendum til í glímu, að kennarinn sýnir brögðin í einni heild, og margir líta svo á, að hvert bragð sé í einu lagi, auðvitað vita allir glímumenn að hvert bragð er samsett af mörgum hreyfingum^ þó eru ef til vill, þeir glímu- menn til, sem ekki hafa gert sér ljósa grein fyrir hverjar þessar breytingar eru. Eg ætla nú að gera grein fyrir því, sem mér hefir til hugar komið að helst þyrfti að atliuga. Þetta verður aðeins lítið sýnis- horn og samandregið sökum rúmleysis. Eg skifti öllum brögðum niður í flokka aðallega verða flokkarnir tveir, tvískift brögð og þrís'kift brögð. Sem dæmi um tvískift bragð nefni eg Krækju. Fyrst er að finna örugga afstöðu sjálfs sín, leggja hægri fót út fyrir hægri fót keppinautar síns neðanvert á öklann og beygja vinstri fót um leið. Annað er að kippa keppinaut sínum að sér með höndum, rétta úr vinstra hnénu og herða á takinu með hægra fæti, vinda manninu til hliðar og lítið eitt aft- ur á bak. Klofbragð, má nefna sem dæmi um þrískift bragð. Fyrst er að beygja sig í hnjám og skjóta vinstra fæti fram milii fóta keppinautar síns; í þessari stöðu er betra að halla sér lítið eitt fram, en alls ekki aftur. Annað er aö kippa keppinaut sínum að sér með höndum og rétta sig al- veg upp; í þessari stöðu verður tnaður að vera vel beinn, hreint ekki boginn út á hliðina, eins og mörgum hættir við. Nú á maður að vera búinn að ná keppinaut sínum í bragðið, sé það ekki er tæpast rétt að halda lengra áfram, það verður venjulegast aðeins erfiðisauki. Loks er það þriðja að halla sér á bak aftur og vinda sér til hægri. Eg bið menn að athuga það vel, að þó eg hafi lýst brögðum hér að nokkru þá er það þó eklci fullkomin lýsing, því eg ætlast til þess, að menn hafi lesið Glímubókina; hitt er það að eg varð að taka fram aðal hreyfingarnar, til þess að gera mönnum ljóst, hvernig eg skifti bragð- inu. Eg hef fengið þá reynslu, við að segja til í glímu, að marga menn vantar ekki nema lítið eitt, til þess að ná brögð- um réttum, og að þeir hafa ekki athugað hvað það eiginlega var, sem þá vantaði. T. d. má nefna klofbragð, þar flaskar sennilega fjöldi manns á einu aðalatriðinu, sem sé því, að hlaupa fattur undir keppi- naut sinn, geta þar af leiðandi aldrei náð honum á loft, sé hann jafn stór. Svona mætti lengi telja. Varnir. Vörnum skifti eg aðallega í tvent, varnir á lofti, og varnir niðri. Við flest' brögðin má nota hvortveggja varnir- nar, en ei aö síour þarf að æfa þær, hvorar útaf fyrir sig. Þó að loftvarnir séu venjulega fallegar, þá geta þó varnir niðri einnig veriö prýðilegar, og í kappglímu má löngum sjá það, að menn vilja halda sér frekar við jörðina, kemur þá að góðu haldi, að hafa æft varnir niðri vel, svo ekki þurfi að grípa til kraftanna, sem eg skal síðar víkja að, auk þess er sífelt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.