Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI ustu árin. Bjuggum þá, á fallégasta svæð- inu, sem ég hefi séð erlendis. Besta sam- býlisfólk og langmestar -tekjur. En heilsan rétt í meðallagi, landið fagurt, en ekki heilnæmt að þvi skapi, því veðrátta var heldur hráslagaleg og óstilt. Annars liefir æfi okkar aldrei verið jafnróleg og skemti- leg eins og þessi 5 ár í Noregi. Engar erjur né öfundarmenn. Og þegar á alt er litið, þá hefi eg sjálfsagt aldrei verið eins vel skilinn, og starf mitt aldrei verið eins vel metið, og aldrei áður eins vel launað, eins og víða í norskum æskufélögum, t. d. í Orkladal. Þar eins og víðast hvar í Norergi kom ég ókunnugur öllutn, átti þar enga vini né kunningja. Eg hafði engin meðmæli þangað, var ekki einu sinni boðinn að kotna þar, sem þó var gert alstaðar. En þeir litu manna best á hjartalagið. — Það gera Norðmenn að líkindum flest öllum þjóðum betur, segir biskup Bang. — Þeir skildu mitt lijarta manna best.« Ágrip af þinggerð sunnlendingafjórðungs U. M. F. I. árið 1922. Þingið var háð í Reykjavík 13. og 14. maí 1922. Mættir' voru 18 fulltrúar frá 10 félögum. A þinginu gerðist þetta: 1. Fjórðungsstjóri vakti máls á hvort eigi bæri að leysa fjórðunginn upp en í hans stað yrðu mynduð héraðssambönd. I málinu kom fram svohljóðandi tillaga frá Aöalsteini Sigmundssyni og Sigurði Snorrasyni: Leggjum til að kosin sé 5 manna nefnd til þess að kotna fram meö tillögur um rnyndun héraðssambanda á grundvelli gildandi sambandslaga. Samþ. í einu hljóui. I nefnd þess voru kosnir: Aðalsteinn Sigmundsson, Sigurður Snorrason, líggert Guðmundsson, Magnús Stefánsson, Sveinn Sveinsson. 2. Fjórðungsstjóri vakti máls á nreðferð síðasta Alþingis á bannlögunum og óskaði að þingið léti álit sitt í Ijósi í þessu máli sem er eilt af aðal stefnuskrármálum ung- mennafélaganna. Tillaga um að vísa mál- inu til nefndar var feld með 5 atl<v. gegn 4. Var þá borin upp svohljóðandi tillaga frá Aðalstnini Sigmundssyni og Sigurði Snorrasyni: Vér fulltrúar á fjórðungsþingi sunnlendingafjórðungs U. M. F. I. teljum gjörðir síðasta Alþingis gagnvart bann- lögunum mjög sorglegar. Skorum vér því eindregið á Ungennafélögin á Islandi að halda fast við bindindisheit sitt og treyst- um því jafnframt að sambandsstjórn þeirra vinni fyrir málið eftir megni. Samþykt í eintt hljóði. Fundi frestað til næsta dags, Kl. 10 árdegis 11. maí var fundur settur aftur. 3. Gjaldkeri gaf skýrslu um fjárhag fjóröungsins. I sjóði voru kr. 269,26 ó- greiddir skattar áætlaðir kr. 911,15 skuld- ir kr. 1,95. eignir samtals umfram skuld- ir áætlaöar kr. 1178.46. Til að endur- skoða reilvninga voru kosnir: Þorsteinn Sigurðsson, Halldóra Sigurðardóttir, Guðm. Gíslason. 4. Héraðssambandanefndin liafði lokið störfum sínum. Hafði nefndin orðið sam- mála um aö bera frám svohljóðandi til- lögu: Þar sem myndun héraðssambanda er ákveðin með gildandi sambandslögum telur nefndin réttast að þingið kjósi bráða- byrgöarstjórnir fyrir væntanleg héraðs- sambönd, á Snæfellsnesi, austanfjalls og fyrir Reykjavík og nágrennið. Samþykt í einu hljóði. Nefndin lagði fram tillögur um þannig skipaðar bráðabirgðastjórnir: J"'yrir Suðurlandsundirlendið: J^orsteinn Sig- urðsson, Aðalsteinn Sigmundsson, Sigurjón Sigurðsson. Fyrir Snæfellsnes: Guðmundur lllugason, Sveinbjörn Jónsson Bragi Jóns- son. Fyrir Reyjavík og nágrenni: Ellert Eggertsson, Guðrún Björnsdóttir, Guðbjörn Guðmundsson. Samþykt í einu hljóði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.