Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 1
7. BLAl) SV\tvJax‘\ REYKJAYIK, JULI 1922. XIII. ÁR Minnis varðinn, I síðasta blaði Skinfaxa, vakti hr. Sig. Kr. Pétursson máls á því, að ungmenna- félögin gæfu út rit Guðmundar Hjaltasonar alþýðufræðara. Sambandsstjórn U. M. I7. I. hefir nú tekið þetta mál til athugunar og ásett sér að gangast fyrir því að æfi- saga G. H., og úrvals fyrirlestrar hans verði gefið út. En því aðeins verður ráð- ist í þetta, að fyrirsjáanlegt sé, að nógu margir kaupendur bjóðist að bókinni. Hefir nú stjórnin sent öllum ungmenna- félögum landsins og ýmsum mönnum öðr- um áskriftar lista, þar sem þeir eru beðnir að safna kaupendum að bókinni. Því ber ekki að neita að fáum, eða engum öðrum en ungmennafélögum, stend- ur nær, að halda minningu Guðmundar Hjaltasonar á lofti; þessa sæmdar manns, sem helgaði æskufélögunum og æskulýðn- um alt sitt starf og alla sína krafta fram í andlátið. Mega félögin reka minni til þess, hvað þau eiga honum að þakka. Er þess vænst að þau, og aðrir góðir menn, bregðist nú drengilega við, og safni sem flestum kaupendum að ritinu, og styðji þar með útgáfu þess. Annan veglegri minnis- varða munu ekki félögin, eða aðrir, reisa G. H. en að koma út þessari bók. Hann hefir lagt til efnið í hana, og það ósvikið, ætti því ekki að vera nema manns verk að koma henni fyrir almenningssjónir. Gert er ráð fyrir að bókin kosti io kr. í mesta lagi, fyrir áskrifendur, en töluvert dýrari í lausasölu. Allur ágóðinn af útgáfu bókarinnar á að renna til ekkju Guðmund- ar. Það eitt væri ærin nóg ástæða að hvetja alla góða menn til að styðja að út- gáfu bókarinnar. Ekkjan er, eins og kunn- ugt er, einstæðingur og á við mjög þröng- an kost að búa. Getur það varla talist vansalaust af þjóðinni, að vita hana líða skort, án þess að gera eitthvað til að bæta úr honum. G. H. naut ekki þeirrar viður- kenningar, hjá þjóðinni sem hann átti skilið, fyrir æfistarf sitt. Onnur þjóð skildi hann, og mat starf hans miklu rneira en vér, þótt undarlegt kunni að þykja. G. H. ritaði sjálfur æfisögu sina. Hún er nokkuð löng og verður röskur helming- ur bókarinnar: Hann lýsir æskustöðvum sínum og uppvexti mjög ýtarlega, skóla- vist erlendis og fyrirlestrastarfi, bæði þar og hér á landi. Hinn helmingurinn verður úrval úr ritum hans. Hér skal ekki minnast frekar á æfiferil G. H. En það eitt má segja, að hver setn- ing hjá honum ber með sér, að hann elskaði blómin og börnin, land sitt og þjóð, og hafði óbilandi traust á öllu því góða og fagra hjá mönnunum og í náttúrunni. Þess sárar tók honum, er hann varð þess var, að hann var misskilinn og lítils metinn hjá þjóð sinni. Um það leyti sem hann, kona hans og börn kvöddu Noreg í síðasta sinn farast honum þannig orð ; »Svo margs og mikils megum við sakna frá Noregi, að oflangt er upp að telja. Okkur leið mjög vel, en einna best sein-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.