Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.07.1922, Blaðsíða 3
SKINFAXI 5. Fjórðungstjóri vakti 'máls á hvernig skifta bæri eignum fjórðungsins. var sam- þykt að fela endurskoðendum að koma frarn með álit og tillögur um fjárskiftin. 6. Fjórðungsstjóri svaraði fyrspurnum um Þrastaskóg, gat þess að girðingin yrði endurbætt í sumar, skógfræðingur sem i sambandsstjórn væri áliti ekki rétt að grisja skóginn að svo komnu. 7. Endurskoðendur höfðu lokið störfum og höfðu ekki fundið neitt við reikningana að athuga og voru þeir samþyktir í einu hljóði Um skiftingu eigna fjórðungsins lögðu endurskoðendur til: Að útistandandi skuld- um væri skift á væntanleg héraðssam- bönd, þannig að hvert félag greiddi áfallna skatta sína til þess héraðssambands sem það kysi að tilheyra. Eftirstöðvar af sjóði fjórðungsins ef einhverjar yrðu, var í einu hljóði samþykt að skyldu renna til blaðs- ins Skinfaxi. Þar sem nokkur félög höfðu greitt fjórðungskatt fyrir árið 1922 var ákveðið að endurgreiða hann aftur til þeirra. Var fulltrúum falið að koma fé þessu til sinna félaga og þeim afhent sem hér segir: Til U. M. F. Drengur kr. 27,00 mótt- tekið af Hannesi Guðbrandssyni. Til U. M. F. Egill Skallagrímsson 10.OO móttekið af Sig. Snorrasyni. Til U. M. F. Skalla- grímur 23,50 móttekið af Sigurði Snorra- syni. Til U. M. F. Haukur kr. 15,5° mót- tekið af Ingvari Hallsteinssyni. Til U. M. F. Hraunamanna kr. 26,00 móttekið af Sveini Sveinssyni. Tjil U. M. F. Islending- ur kr. 30,00 móttekið af Sigríði Hjartar- dóttur. Til U. M. F. Ásahrepps 17,00 móttekið af Sveini Sveinssyni. Til U. M. F. Eldborg kr. 20,00 móttekið af Eggert Guðmundssyni. 8. Samþykt ■ var að senda félögum í sunnlendingafjórðungi útdrátt úr þinggerð- inni. 9. Að lokum mintist ritari fjórðungsins hr. Björn Birnir með nokkrum orðurn Sunnlendingafjórðungs sem nú hjeldi sitt 5' _ sfðasta þing. En því næst leysti fjórðungs- stjóri fjórðunginn upp með stuttri minn- ingar og hvatningarræðu. Fundargerð lesin upp og samþykt. Þingi slitið. Magnús Stefánsson' forseti. Guðbj. Guðmundsson, Aðalst. Sigmundsson ritarar. Ferð um Dalasýslu, Anægjustundir. Vel get ég skilið til- finningar þeirra þjóðflokka, sem aldrei una við lasta bústaði, heldur eru á sífeldu reiki frá vöggunni til grafarintiar. -— Þeir hafa yndi af ferðalögum og reyna að korna því þannig fyrir að líflð sé alt ein skemtiferð, og dvalarstaðirnir einskonar áningarstaðir. Það er fátt sem léttir lundina betur, en það, að feröast um fögur ókunn héruð. — Njóta fegurðar héraðsins, og mæta út- breiddum örmum gestrisninnar. I ferð minni um Dali í vor naut ég alls þessa í ríkum mæli, og mér er í fersku minni áhrifin sem þetta hafði á hugsun mína og tilfinningar. Góðir staðliættir. Strjálbýlið og slapm- ar samgöngur eru höfuðféndur sveitalífsins á Islandi. ■ — Bygðin er eins strjál og og grastór á gróðurlausum sandauðnum. Einangrunin er afleiöing strjálbýlisins en hún er ógæfuhornsteinn félagslífsins. Fé- lagslífið í srrjálbygðu landi þarf ótæmandi erfiöleika að yfrstíga, en góður vilji sigrast á þeim öllum. — Fjarlægðirnar styttast þegar kynningin vex, því »til góðs vinar liggja gagnvegir«. En þótt strjálbýlt sé hér á landi, þá eru þó staðhættirnir misjafnir. Sumar sveitir eru þannig frá náttúrunnar hendi að íbúar þeirra hafa fengið einangrunina í vöggugjöf, en í öðruni sveitum eru kynn- ingar og samgöngumöguleikarnir lagðir upp í höndur íbúanna. — Mikill hluti

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.