Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 1
Vinnan. það ei' algengt, að margir menn era búnir að slíta kröftum sínum, og orðnir lúnir, á besta skeiði æfinnar. Erfiðis- vinnan, og daglegt strit fyrir lífinu, virðist hafa leikið þá svo grátt, að þeir eru orðnir gigtveikir, lotnir í herðum og þreytulegir, og lamaðir á líkama og sál, af of mikilli og óskynsamlegri áreynslu, löngu áður en ellin kemur þeim á kné. Ef þetta væri eðlileg og óhjákvæmileg afleiðing stritvinnunnar, yrði hún mannkyninu böl en ekki bót. Og þá væri ekki mikið að marka máltækið,sem seg- ir, að vinnan sé móðir velmegunar. Margir haí'a nú raunar skilið það svo, að vinnan væri aðeins móðir efnalegrar velmegunar. Verkkaupið eða ágóðinn af vinnunni er nú raunar ekki nema nokk- ur hluti af vinnulaununum, hinn hlut- inn: heilbrigðin, hreystin og lífsgleðin, sem vinnan getur látið í té, fer venju- lega forgörðum hjá flestum. Pening- arnir fyrir vinnuna eru hefndargjöf þeim manni, sem verður að láta þá aftur af hendi fyrir læknislyf, til að bæta þann heilsubrest, er verkið bakaði honum, meðan hann var að vinna sér þá inn. Ef íþróttaiðkanir og fimleikar þroska og styrkja líkamann, þá á ekki síður erfiðisvinnan að geta gert það, en til þess að það geti orðið, verða menn að læra að beita líkamanum rétt, og eftir vissum reglum, við öll störf, sem fyrir koma. Sá sem velur sér rétta aðstöðu við verkið, og hefir jafnframt í huga að hann er að efla heilbrigði líkamans með vinnunni, þarf ekki að óttast að 1‘ara á mis við þá hamingju, sem erfið- isvinnan getur haft á líkama og sál. Fæstir menn fá tækifæri til að æfa fimleika og íþróttir, en allir hafa tæki- færi til að vinna. pað er misskilningur að verkamaðurinn standi ekki eins vel eða betur að vígi, en íþróttamaðurinn að fegra og þroska líkama sinn. Og þann kostinn hefir vinnan fram yfir fimleikana, að maður neytir orkunnar til að framleiða og skapa eitthvert verð- mæti. Góður verkamaður verður. því ætíð meira verður en góður íþróttamað- ur eða fimleikamaður. Verkæfingar ætti hver maður að temja sér við öll dagleg störf. Og kapp- vinnu ætti að halda árlega í hverri sveit á landinu, í sem flestum vinnu- tegundum, á sama hátt eins og menn keppa nú í íþróttum. Hver maður get- ur stundað verkæfingar, hvar sem hann starfar, og við alla vinnu, sem fyrir kemur, það hefir eins mikið gildi fyrir lífið og heilsuna og iðkun fimleika og íþrótta. Sá sem iðkar verkæfingar, eftir regl- um heilbrigðinnar, þarf ekki að óttast að hann verði búinn að slíta kröftum sínum eða veikja líkamann á besta aldri, þó að hann vinni baki brotnu. En jafnframt erfiðisvinnunni þurfa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.