Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 7
SKINFAXI
7i
Endurskoðendur Sveinbj. Jónsson og
Halldór Guðlaugsson (til vara porst.
porsteinsson og Magnús Pétursson).
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
----0----
ÞjóðJegt uppeldí.
Fyrir nokkru kom fyrir hörmulegt
slys í firði einum á Vesturlandi. Tveir
unglingspiltar, hásetar á vélbát, voru
sendir um borð á bátkænu með olíu-
brúsa, er ætlaður var til sjóferðarinn-
ar. Veður var kyrt, svo að stóð loft og
sjór. En smábátnum hvolfdi, þegar ung-
mennin ætluðu að færa brúsann yfir í
vélbátinn. Annar pilturinn kunni svo
sundtökin, að hann gat haldið sér á
floti þar til honum varð bjargað úr
landi. Hinn kunni ekkert og druknaði.
Atburður þessi er bæði sorglegur og
gleðiríkur í senn. Foreldrar og náin
skyldmenni harma druknaðan dreng, er
svo margar bjartar vonir voru við
tengdar. Frá sjónarmiði fámennrar
þjóðar er ávalt mikið tjón að hverju
hraustu ungmenni, sem fellur úr tölu
hinnar starfandi sveitar í landinu.
Venjulegast líta menn þó ekki á þjóð-
arhaginn og komast ekki við, nema
höggvið sé skarð í þeirra eigin litla
ættargarð. Er slíkt undur mkið og fá-
sinna, því að mörg slys þessu lík verða
árlega og mörg þeirra eru blátt áfram
sök ráðandi manna í landinu. Menn
hrapa, verða úti í fönn, falla fram af
bryggjum, drukna í lendingum og far-
ast með ýmsu öðru móti, af því upp-
vaxandi kynslóðinni er ekki kent að lifa
í landinu. íslenska þjóðin býr að ýmsu
leyti við sérstök náttúruskilyrði, harða
og óstöðuga veðráttu, sérstaka atvinnu-
vegi, sem stundaðir eru í einstökum að-
stæðum, er ekki þekkjast með menn-
ingarþjóðum nútímans. Á þetta við
bæði um landbúnað og sjávarútveg.
þess vegna þarf uppeldi æskulýðsins,
andlegt og verklegt, að hvíla á þ j ó ð-
1 e g u m g r u n d v e 11 i. það á að búa
menn undir íslenska veðráttu 0g ís-
lenska staðhættií að svo miklu leyti
sem auðið er. petta er hlutverk ung-
mennafélaganna og er nú komið gleði-
efni frásögunnar. í fóstursveit pilt-
anna hafa um mörg ár starfað ung-
mennafélög. þar eru engar laugar né
hverir. Að eins sólarhitinn til að ylja
vatnið í sundpollum félaganna. þau
hafa um mörg ár haldið uppi sund-
kenslu. þar hafði sá lært sundtökin,
er af komst. Er þetta þriðji maðurinn
á besta aldri, sem sundkensla félag-
anna hefir sannanlega bjargað frá
druknun, og greinarhöfundi er kunnugt
um. þeir geta verið fleiri. þeir eru
vafalaust margir á öllu landinu, sem
sundkensla félaganna hefir bjargað.
Takmarkið er fyrst og fremst, að hver
einasti íslendingur, karl og kona, geti
fleytt sér á sundi ef þörf gerist. En
til að útskýra hin önnur atriði, er með
þarf til þess að geta verið fær um að
lifa og starfa í íslenskum náttúruskil-
yrðum, þarf miklu lengra mál. Hver
og einn getur víst líka skilið af dæm-
inu um sundið, hvað það er, sem við
félagar viljum, þegar við heimtum þjóð-
legt uppeldi handa æskulýðnum.
Skólanefndin í Reykjavík á þakkir
skilið fyrir að hafa komið upp bað-
húsi í Barnaskólanum. Við ungmenna-
félagar vildum óska að nefndin gengi
feti framar í áttina til þjóðlegs upp-
eldis. Dönskukenslan á að hverfa úr
skólanum. 1 stað hennar kæmu svo leik-
ir eða íþróttir, t. d. sund. Ef erlend
mál eru kend 12 og 13 ára börnum, þá
á að kenna þeim „Esperantó“, eða þá
mál einhverrar stórþjóðar. þjóðsögurn-
ar herma svo frá, að því væri spáð