Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI lagið með fjárframlögnm til fyrir- lastrahalds. 4. Skógræktarmál. Svohljóðandi til- laga samþykt: „Héraðsþingið tekur tilboði Einars Reynis um eftirlit með gróðurreitum fé- laganna á næstkomandi sumri. Héraðsþingið skorar á félögin að not- færa sér það eftirlit og stuðla að því, að komið verði upp nýjum gróðurreit- um, þar sem engir eni áður. Héraðsþingið hvetur félögin til þess að helga einum degi á ári hverju skóg- ræktarstörf, og nefnist sá dagur skóg- ræktardagur“. 5. Samstarfsmál. a. Héraðsmót. Eftirfarandi til- laga samþykt: „þingið lítur svo á, að sameiginlegir fundir meðal félaga innan héraðssam- bandsins gætu orðið til þess að auka samstarf bæði hvað andlega vakningu snertir og sameiginlega vinnu til fram- kvæmda á stefnuskráráhugamálum fé- laganna. Ennfremur leggur þingið til, að hin væntanlega héraðsstjórn beiti sér fyrir því að hafa áhrif á félögin, að þau komi á árlega slíkum fundum og helst að þeir gætu orðið úti að sumrinu til á einhverjum fögrum og velvöldum stað“. b. Héraðsblað. Svohljóðandi til- laga samþykt: „þingið felur héraðsstjórn að sjá um útgáfu á vélrituðu blaði, sem fjalli um sameiginleg áhugamál ungmennafélag- anna innan héraðssambandsins, og flytji fréttir og skýrslur frá einstök- um félögum. Skal blaðið koma út minst sex sinnum á ári og sendist til allra ungmennafélaga á félagssvæðinu, 1 ein- tak endurgjaldslaust til hvers félags. Selja má blaðið einstökum mönnum og felur þingið félögunum að vinna að út- breiðslu þess. Kostnaður við blaðið skal greiðast úr félagssjóði, þó ekki yfir 75 krónur“. 6. Heimilisiðnaðarmál. Skorað á fé- lögin að beita sér fyrir eflingu heimil- isiðnaðar á héraðssvæðinu með náms- skeiðum og sýningum. — Iléraðsstjórn- inni falið að athuga í samráði við fé- lögin hvort hægt sé að koma á náms- skeiði á Akureyri fyrir alt héraðssvæð- ið á næsta vetri, ef U. M. F. f. gæti lagt fram fé til þess að einhverju leyti. 7. Sambandsmerki. Skorað á Sam- bandsstjórn U. M. F. í. að láta gera allsherjarmerki fyrir ungmennafélaga íslands svo fljótt sem unt er. Héraðs- stj órn falið að ákveða gerð á merki fyr- ir sitt leyti, skorað á einstaka menn og félög að senda héraðsstjórn tillög- ur um gerð merkisins. 8. Fjárhagsmál. Eftirfarandi fjár- hagsáætlun samþykt: Tek j ur: Frá f. ári: peningar í sjóði 268,67 útist. skuldir . . 6,45 kr. 275,12 Skattur frá félögunum . . — 172,90 kr. 448,02 Gj öld: Utgáfa blaðs kr. 50,00 Skógrækt — 50,00 Fyrirlestrar og útbreiðsla — 100,00 íþróttanámsskeið — 150,00 þingkostnaður — 30,00 Óviss útgjöld og stjórnar- kostnaður — 68,02 kr. 448,02 9. Kosningar: Héraðsstjóri Jón Sigurðsson (til vara Jónas Kristjánsson). Héraðsritari Kristján Karlsson (til vara Vilhjálm- ur þór). Héraðsféhirðir Jóhannes Jón- asson (til vara Halldór Ásgeirsson).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.