Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 2
66 SKINFAXI menn að iðka böð. Ungmennafélagar ættu að gangast fyrir því, að menn komi upp baðklefa á hverjum sveita- bæ og í hverju húsi í kaupstöðum. Eng- an bæ eða íbúðarhús ætti að reisa, án þess að hafa að minsta kosti einn bað- klefa, þar sem alt heimilisfólkið hefði aðgang að, og ekki síst þeir, sem erfið- isvinnu stunda. Bað a.ð kveldi dags, eftir vel unnið og erfitt dagsverk, end- urnærir, hressir og aflýir líkamann. G. D. ----o--- Sundkenslan 1 Reykjanesi. Árið 1891 var fyrst sundkensla í Reykjanesi í Reykjarfjarðarhreppi, kennari var Páll nokkur frá Akureyri, nemendur voru 10, og sváfu og borð- uðu í tjöldum. Árið eftir varð Bjarni Ásgeirsson frá Arngerðareyri, nú bú- settur í Noregi, kennari, og fékk hann því framgengt, að bygt yrði dálítið hús úr timbri fyrir nemendur; var það gert á kostnað N.-fsafjarðarsýslu, sem og einnig kostaði sundkensluna. Mér er ekki vel kunnugt um, hve mörg vor Bjarni hafði sundkensluna á hendi, því eg var svo óheppin að vera ókomin til þessa heims, en hefi ekki getað fengið vitneskju um það; en næstur honum var kennari bróðir hans, séra Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi. Kendi hann nokkur vor bringu-, bak- og hliðarsund; honum næstur varð kennari Kristján Björnsson, kaupmanns frá fsafirði. Á hans kensluárum fór nemendafjöldi smávaxandi, enda var hann áhugasam- ur sundmaður og starfi sínu vel vax- inn. Nú hefi eg fetað mig áfram til vorsins 1912; þá gaf glímukappinn Guðm. Sigurjónsson kost á sér fyrir kennara, eins og nærri má geta, kom sem flóðalda af umsóknarbréfum, ekki aðeins úr ísafjarðarkaupstað og nær- liggjandi sveitum, heldur einnig norð- an úr Stiandasýslu; húsið var þá stækkað um helming, enda skaut 40 nemendum upp á land í Reykjanesi af völdum flóðöldunnar, áður hafði aðeins verið kent sund, en nú komu „nýir siðir með ókendum kappa“. Guðm. tók upp á þeirri nýbreytni að láta það ber- ast út, að hann kendi öll möguleg sund og einnig æfingar J. M. Múllers, íslenska og grísk-rómverska glímu, allskonar stökk og knattspyrnu. þetta alt saman gerði unga, tápmikla og frjálslynda drengi og unglinga hálf- trylta til að komast í þessa pai’adís, og þeir fengu það líka flestir. Mömmurn- ar voru kvíðandi fyrir að drengirnir sínir mundu slasast af öllu þessu, en hlökkuðu undir niðri að sjá þá koma heim aftur spilandi káta og hraust- lega útlits; dæturnar áttu að vera heima og hjálpa pabba úti við skepn- ur o. fl., meðan bræðurnir væru í burtu, enda ættu þær ekkert að vilja láta sig langa, sem voru kvenfólk! Nú, þessi kennari vildi koma dálitlum metnaði í nemendurna, og fór fram á það, að fá nokkra verðlaunapeninga til að hengja á þá bestu, en það þótti óþarfa kostnaður, svo hann gaf þá sjálfur. Iiann var kennari í tvö vor og mjög virtur og velkyntur hjá nemendum sínum. pá var vorið eftir, 1914, kennari Geir Jón Jónsson; kendi hann flest það sama og fyrirrennari hans. Nú lá sundkenslan niðri í fimm ár, sökum þess, að N.-ísafjarðarsýsla, sem átti Sundhúsið og öll áhöld, og hafði altaf séð um sundið, þótti það nú ekki svara kostnaði lengur, að vera að amstrast í því, og ætlaði heldur að kenna kaupstaðardrengjunum í sjón- um inn með „Pollinum“ á Isafirði; heyrt hefi eg að Geir Jón hafi verið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.