Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 3
SKINFAXI 67 hvatamaðui’ þess; það stóð samt skamt og illa. Veturinn 1919—20 sótti svo ung- mennafélagið ,,Huld“ í Nauteyrar- hreppi um það til sýslunefndar að fá að halda sundkenslunni við í Reykja- nesi og' mega hafa afnot af húsi og áhöldum. þetta var veitt ásamt 300 kr. styrk frá sýslunni og 200 kr. styrk úr bæjarsjóði ísafjarðarkaupstaðar, samkvæmt beiðni sama félags; kenn- ari var Sigurður Sigurðsson frá Knúts- stöðum í S.-pingeyjarsýslu; nemendur voru nálægt 30, og þar af voru átta stúlkur; kent var bringusund og þrennskonar baksund; nemendur voru allir byrjendur, svo tíminn leyfði ekki að lærð yrðu fleiri sund; einnig voru kend stökk og æfingar J. P. Múllers. Höfundur greinar þessarar er mjög fús á að gefa kennara sínum góðan vitnisburð fyrir starf hans og sam- viskusemi á öllum sviðum er laut að kenslu og líðun nemenda þennan mán- uð; þeim, er dálítið kyntust honum, og þykir eg búa honum of stóran heiðurs- krans, er það til að svara, að hann mun hafa verið fullmikið góðmenni eða göfugmenni við þá nemendur, og fyr- ir þá, er í uppeldinu hafa ekki getað lært að gegna yfirboðurum sínuin þeg- ar þeir hafa farið vel að þeim. Ung- mennafélagið ,,Huld“ gaf svo þrenn verðlaun fyrir sund. I. verðl. hlaut Árni Jónsson, Isafirði. 2. verðl. Jón Leópold þórðarson frá Laugabóli og 3. verðl. Helga Helgadóttir, ísafirði. Vorið 1921 hélt sama félag úti sund- kenslunni með 250 kr. styrk frá hvor- um sjóði, bæjar- og sýslusjóði; kennari var Jóhannes Einarsson frá Svarfhóli í Borgarfirði, nemendur voru 40. Kent var: bringu-, bak- 0g hliðarsund, stökk, hlaup og knattspyrna. Af þessum 40 nemendum voru 4 telpur. J>að vor byrj- aði félagið á því að hafa þar ráðs- konu til hjálpar nemendum og var svo kaupi hennar jafnað niður á þá að loknu náminu. Jóhannes er mjög áhuga- samur og lipur íþróttakennari og kynti sig ágætlega bæði hjá nemendum og aðstandendum þeirra, endu tóku nem- endur snöggum og góðum framförum hjá honum. „Huld“ veitti það vor tvenn verðl. fyrir sund, ein fyrir hlaup og ein fyrir stangarstökk. 1. verðl. fyrir sund hlaut Árni Jónsson, fsafirði, og 2. verðl. Jón Leópold þórðarson frá Laugabóli, og sami hlaut einnig 1. verðl. fyrir stangarstökk. 1. verðl. fyrir hlaup hlaut Garðar Gíslason frá Reykjavík. Jóhannes var einnig kennari síðast- liðið vor; nemendur voru 37. 1. verðl. fyrir sund hlaut Ásgeir Magnússon, ísafirði, 2. verðl. þórður Ingimundar- son frá Klett, 3. verðl. Ragnar Jó- hannsson, ísaf. 1. verðl. fyrir stangar- stökk og hlaup hlaut Ágúst Leósson, fsafirði. Mér gleymdist við upptal sundkennaranna * að geta eins kennar- ans, Daníels Benediktssonar, sem var kennari milli þeiiTa Kr. Björnssonar og Guðm. Sigurjónssonar; hann kendi í tvö vor. Á síðasta sýslufundi N.-ísafjarðar- sýslu fór U. M. F. „Huld“ fram á það við sýslunefndina að hún léti gera við sundpollinn, annaðhvort steypa hann upp eða færa hann út í svokallaða „Hveravík“, sem er dálítið utar á nes- inu og er að öllu leyti ákjósanlegri staður fyrir kensluna. Fundurinn tók enga ákvörðun í því máli, en kaus í nefnd til næsta sýslufundar þá prófast Pál Ólafsson í Vatnsfirði og hrepps- nefndaroddvita Halldór Jónsson á Rauðamýri, til að athuga þetta mál. Vonar félagið hins besta af þeim og sýslunefnd í þessu máli. J>að er sem betur fer nú orðið flestum kunnugt, hver nauðsyn rekur til að unglingar fái að læra sundíþróttina, ekki aðeins

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.