Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 8
7 2 SKINFAXI um íslenskan bónda, að hann mundi í sjó drukna. Árin liðu. Bóndinn varð gamall maður, en varaðist að stíga fæti út í skip alla æfi. Svo fór þó, að hann fanst örendur í saltvatnspolli í bæjargöngunum. Ilafði það runnið af votum sjóklæðum heimamanna hans. Meðan þjóðin heldur áfram að ala upp ungu kynslóðina eftir erlendum staðháttum, en vanrækir þjóðlegt upp- eldi, verður hún eins og reyr af vindi skekinn. Starfsmenn þjóðfélagsins, þeir sem sækja auðinn í skaut náttúrunn- ar, eru hvergi óhultir. Slys og harm- ar dynja á hundruðum heimila árlega. Forlögin dæma hana til þess að drukna í sjóklæðapollinum. Bogi. ----o----- Handrituð blöð. Mörg ungmennafé- lög’ halda úti handrituðum blöðum, og hafa sum þeirra gert það árum sam- an. petta er ágæt æfing fyrir félags- menn, í því að hugsa og rita móðurmál sitt; ættu sem flestir þeirra að færa sér það í nyt. Blöðin eru lesin upp á fundum til skemtunar og fróðleiks þeim sem á hlýða. Skinfaxi tæki með þökk- um góðar og vel samdar greinar úr slíkum blöðum, því að mörg þeirra flytja, að sögn, oft ágætar greinar, sem eiga erindi til allra ungmenna- félaga á landinu. Til félaganna. Sambandsstjórnin hef- ir nú fengið allmargar skýrslur frá ungmennafélögunum yfir síðastl. ár, en þó eru margar ókomnar enn. þess er vænst, að þau félög, sem eiga eftir að senda skýrslu fyrir árið 1921, komi þeim sem fyrst til Sambandsstjórnar- innar. Pappír og prentun er enn þá svo dýr, að stjórnin hefir ekki séð sér fært, enn sem komið er, að láta prenta skýrslu- eyðublöð handa félögunum. Hún hefir þó hug á að bæta úr þessu, þegar frá líður. En þangað til eru félögin beðin að útbúa skýrsluformin sjálf, sem næst eftir eldri fyrirmyndum, er þau kynnu að hafa við hendina. þegar skýrslur eru komnar frá öll- um félögunum, munu nöfn og heimil- isföng þeirra verða birt í Skinfaxa. Fyrirlestraferð. Helgi Valtýsson er á fyrirlestraferð um Vestfirði, að tilhlut- un Sambandsstjórnarinnar. Frá ísafirði fer hann norður á Siglufjörð og verður staddur þar um 13. okt. þaðan ferð- ast hann um Eyjafjarðarsýslu og held- ur fyrirlestra hjá ungmennafélögunum þar nyrðra. Félögin ættu að greiða götu hans sem best. því miður hefir hann ekki tíma til að fara víðar um sveitir Norðurlands í þetta sinn. Boðsbréf að æfisögu og fyrirlestrum Guðm. Iijaltasonar hefir nú verið sent út um land til fjölda ungmennafélaga og annara góðra manna. Er þess vænst að menn bregðist vel við og safni sem flestum áskrifendum að þessum ritum Guðmundar, svo að hægt verði að gefa þau út. Ef einhverjir kunna að geta safnað áskrifendum, sem ekki hafa fengið boðsbréfið, eru þeir beðnir að snúa sér til Sambandsstjórnarinnar sem fyrst. Guðrún Bjömsdóttir frá Grafar- holti hefir sagt sig úr sambandsstjórn- inni sökum þess, hve óhæga aðstöðu hún á til að sækja stjórnarfundi og taka þátt í störfum sambandsins í Reykj avík. Borgið Skinfaxa og útvegið honum nýja og skilvísa kaupendur. Leiðrétting. U. M. F. Afturelding á aðeins hlut í húsi því, sem verið er að reisa í sveitinni, og getið er um í 7. tbl. Skinfaxa. Guðjón Júlíusson er í síðasta tbl. sagður fæddur í Kjós, en á að vera í Mosfellssveit. Prentsmiðjan Acta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.