Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.09.1922, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.09.1922, Qupperneq 4
68 SKINFAXI Skinfaxi Útgefandi: Samb. Ungmennafél. íslands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. — sem er þó það stærsta — að vera óhultari um líf sitt, máske oft rétt utan við klöppina, eins og svo mörg dæmi eru til að menn farist, og það stundum í allgóðu veðri örskamt frá landi, heldur einnig annað, sem kem- ur til greina, sem foreldrar barna úr kaupstaðnum hafa veitt eftirtekt, sum þeirra barna, er hafa lært sund ásamt fleiri í þróttum í Reykjanesi, sem er langt frá kaupstaðarmollunni og ryk- inu, þau hafa verið velluleg og veil heilsu, oft orðið að hverfa heim úr barnaskólanum í nokkra daga, af því þau hafa ekki þolað lesturinn og kyr- seturnar, að jeg þó láti þess ekki óget- ið, að einmitt þessi börn hafa ekki skrópað, heldur hafa það verið hreinir íslendingar, fullir kapps og metnaðar í framsókn lærdómsins. En hvað skeð- ur? Jú, þessum vesalingum er lofað inn í Reykjanes til að nema sund; þar eru þeir vaktir kl. 7 árdegis, klæða sig og fá sér hressingu til kl. 8. pá leggur fylkingin á stað niður á grund í leikfimi. Kl. 9 hefst sund í flokkum; er þá daglega valinn 3—5 drengja flokk ur til að fara yfir nesið til að sækja mjólk, sem nemendur kaupa frá Reykj- arfirði, stundum líka hverabrauð, hænuegg, smjör, skyr og fleira. Slík fæða, ásamt annari kraftgóðri, sem þau hafa með sér og er send úr kaup- staðnum, kemur þrótti í hina lingerðu líkami litlu íþróttamannanna, sem all- an daginn frá kl. 7 árd. til kl. 9 síðd. eiga að vera að hamast í einhverjum íþróttum. pá spilti ekki hið heilnæma loftslag, sem altaf er nægur forði af á víðavangi upp til sveita. Eftir einn mánuð koma svo þessir útlagar heim til pabba og mömmu spilandi kátir og fjörugir, kafrjóðir og feitir stökkva um háls þeirra saklausir og frjálsleg- ir, eins og gerist um fólk á þeirra aldri, og þakklæti er letrað með lukku á brá, sem ljómar af barnslegrú gleði. En það sem foreldrarnir hafa að launum er það, að þessi veikbygðu börn þeirra hafa nú tekið þeim stakkaskiftum, að nú þurfa þau aldrei að hætta lærdómi í skólanum vegna sömu ástæða og áður. þessu hafa ef til vill ekki allir aðstandendur barn- anna veitt eftirtekt, og telja það þess- vegna máske ýkjur, en eg gæti þó nefnt fleiri en eitt dæmi. Nú lifir U. M. F. „Huld“ í brenn- andi eftirvæntingu eftir sýslufundin- um og hvað hann muni gera í því að láta gera við sundpollinn, sem nú rek- ur beina nauðsyn til. — Hvað „Huld“ tekur til bragðs, ef styrkurinn fæst ekki, eða réttara sagt ef sýslan lætur ekki gera við í Reykjanesi, læt eg óget- ið að sinni, en eitt er víst, að ef nefnt félag hefði bolmagn til að framfylgja brennandi áhuga sínum fyrir íþrótta- náminu í Reykjanesi, sem er einhver best fallnasti staðurinn á voru landi til slíks, þá mundi fyrst' og fremst alt haft þar í góðu ástandi, svo yrði auð- vitað þetta venjulega námsskeið eins og vant er, frá miðjum júní til í miðj- an j úlí. Svo yrði reynt að halda úti öðru f.vrir fullorðnar stúlkur eingöngu, því „Huld“ lítur svo á, að kvenþjóðinni sé þess einnig þörf. Svo væri æskilegt og stórnauðsynlegt að geta haft námsskeið fyrir sjómenn að haustinu strax og þeir hætta róðrum. — En eitt er víst, að hvað sem sýslunefndin gerir í sund- málinu, þá vantreystir „Huld“ ekki

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.