Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1922, Blaðsíða 5
SKINFAXI 69 sýslunefndarmanni Nauteyrarhrepps, sem hefir í fleiri ár barist með atorku hins sanna dugandi manns fyrir áfram- haldi sundsins, maðurinn er Halldór Jónsson á Rauðamýri, og hefir félagið fyrir þremur árum gert hann að heið- ursfélaga sínum; höfum við ungmenni Nauteyrarhrepps margsinnis orðið þess vör, að maður sá hefir meira yndi af að örfa æskuna til heilbrigðra þjóð- arþarfa, heldur en bæla niður og kæfa í fæðingunni hina bráðu, funheitu framfaraþrá íslensks uppvaxandi æsku- lýðs. Væri vel ef hvert ungmennafé- lag eða hreppsfélag ætti þó ekki væri nema einn slíkan mann, sem á hverj- um fundi gæti veitt birtu og yl bjart- sýnisins út til huga meðlimanna, þrátt fyrir alla erfiðleika. Vert er þess að geta, sem vel er gert. ísafirði í september 1922. Jak. p. pórðardóttir. ----o---- Útdráttur úr fyrstu þinggerð Héraðssambands U. M. F. E. 8. apríl 1922. þingið var sett á Akureyri 8. apríl af fyrverandi fjórðungsstjóra Jóni Sigurðssyni. Mættir voru 16 þing- menn. Iléraðssambandið mynda eftir- töld 10 ungmennafélög-: U. M. F. Ak- ureyrar, Akureyri, U. M. F. „Árroð- inn“, Kaupangssveit, U. M. F. „Dags- brún“, Glæsibæj arhreppi, U. M. F. „Framtíð", Hrafnagilshreppi, U. M. F. Saurbæjarhrepps, Saurbæjarhreppi, U. M. F. Svarfdæla, Dalvík, U. M. F. „Vorboðinn“, Saurbæj arhreppi, U. M. F. „Reynir“, Árskógshreppi, U. M. F. Ólafsfjarðar, Ólafsfirði. þessar samþyktir vonj gerðar: 1. Sambandslög H. U. M. F. E. 2. íþróttamál. Svohljóðandi tillaga samþykt: „þingið lætur ánægju sína í ljós yfir loforði sambandsstjóra U. M. F. í. um að senda íþróttakennara hingað í haust. það ákveður að áhersla sé lögð á það, að komið sé á fjölbreyttu íþróttanáms- skeiði hér á Akureyri í haust, og heim- ilar héraðsstjórn fé úr sjóði héraðs- sambandsins því til framkvæmda eft- ir nánari tillögum fj árhagsnefndar og felur stjórninni allar framkvæmdir við- víkjandi námsskeiðinu“. 8. Fyrirlestramál. Svohljóðandi til- laga samþykt: „þingið felur héraðsstjórn að útvega hæfan fyrirlesara til þess að ferðast milli félaga í héraðssambandinu og halda þar fyrirlestra. Öðrum félögum á héraðssvæðinu skal einnig gefinn kost- ur á fyrirlesara, ef þau óska og kring- umstæður leyfa, þó gegn sanngjörnu endurgjaldi. Skal héraðsstjórn ekki síð- ar en fyrir 1. nóvember n. k. gefa fé- lögum innan héraðssambandsins kost á að fá fyrirlesara á ákveðnu tímabili, sem hún tiltekur. Skulu félögin ekki síðar en mánuði áður en fyrirlestra- ferðir hefjast, skýra félagsstjórninni frá hve mörgum fyrirlestrum þau óska eftir, og síðan semja um hvernig þeim verði hagað. Valinn skal fyrirlesarinn með tilliti til þess, að fyrirlestrarnir verði fræðandi, skemtandi og í þeim anda, að þeir verði ungmennafélags- skapnum til sem mests gagns. Veitt skal svo mikið fé til fyrirlestra- starfseminnar sem fjárhagurinn leyfir. þingið leggur áherslu á að fyrirlestrar farist ekki fyrir á næsta vetri og telur rétt að horfa ekki í kostnað ef svo ber undii'. Ilafi eitthvert félag aðstöðu sinnar vegna ekki tækifæri til þess að nota fyrirlesara sambandsins, hefir héraðs- stjórnin heimild til þess að styrkja fé-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.