Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 4
SKINFAXI 76 verði á því vilst, hvar við stöndum í þessum þörfu framfaramálum félaganna. III. Nauðs.ynlegar umhætur. Ilið fyrsta, sem óumflýjanlegt er að gert sé, er að endurbæta girðinguna í kringum Þrastaskóg, gera hana grip- helda og verja með því skóginn fyrir biti sauðfjár. Nú er hún víða orðin illa leikin, liggur nærri jörð sumstaðar. Hann má því teljast sem ógirtur eins og stendur. Þetta er hið allra fyrsta sem knýj- andi þörf er á að bætt sé úr strax á næstá vori. Ennfremur þyrfti að setja traustar og háar girðingar í kringum tvær stóru hríslurnar í skóginum, til að forða þeim frá meiri skemdum en þegar eru orðn- ar á þeim. Þessar girðingar þurfa að vera svo öflugar, að menn komast eigi yfír þær, því af mannavöldum er þeim hætta búin. Sumir, er komið hafa í skóginn sér til skemtunar, hafa, að því er virðist, fundið einna mesta, ánægju í því að skera fangamörk sín í stofna trjánna. En það er eitt hið fyrsta til að eyði- leggja þau. Ennfremur hafa margir haft ánægju af því, að klifra upp í þau, en t'arið of langt, og brotið af þeim veik- ustu greinarnar. Hríslur þessar eru einhver allra. mesta prýði skógarins, og félögunum ætti því að vera verulega hugleikið að vernda þær eítir mætti. Sérstaklega ríður á að bjarga ininni hríslunni, sem er fegurri og orðið heflr fyrir minni skemdum en sú stærri. Ennfremur er grisjun óumflýjanleg allvíða i skóglendinu. Sambandssjóður er tiltölulega lítill ennþá, en hinsvegar í mörg horn að líta, svo honum væri iþyngt of mikið, ef úr honum ætti styrktarlaust að framkvæma allar hinar nauðsynlegu umbætur. IV. Framtíðar liugsjón. Sú hugmynd hefir vaknað og þrosk- ast í brjóstum nokkura unginennafélaga undanfarið að koma upp húsi í skögin- um í náinni framtíð. Fyr en það verður, er eigi að tala algerða friðun og vernd skógarins. Samhliða því fyrirtæki, korna aðrar smærri framkvæmdir til greina. Fyrst 0g fremst fullkomin grisjun skógarins; (gera má ráð fyrir að fastan starfsmann til þess þyrfti í minst 5—6 sumur, en jafnframt yrði hann þá vörður félag- anna á landareign þeirra), götulagning um skóginn þveran og endilangan, leik- vellir og vatnsleiðsla, sem jafnhliða yrði til nytsemdar, sem prýði. Iíugmyndin með húsbyggingunni er eigi einvörðungu sú, að hafa þar aðal- aðsetur til fundarhalda félaganna, svo sem Sambandsþings, héraðsfunda og skemtisamkoma, heldur og einnig til sumardvalar, fyrst og fremst fyrir ung- mennafélaga, en að sjálfsögðu einnig fyrir aðra, eftir því sem húsrúm leyfði. Á síðustu tímum liefir aðsóknin til sumardvalar á Þingvöllum og Kárastöð- um aukist svo mikið, — fyrir utan dvarstaði í Borgarfirði —,- að ekki hefir nándarnærri verið hægt að fullnægja eftirspurninni. Væri kominn upp þægi- legur og aðlaðandi gististaður í Þrasta- skógi, er síst ástæða til að ætla, að þangað yrði síður sótt, til sumardvalar,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.