Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 5
SKINFAXI 77 en til annara engu fegurri né skemti- legri staða. Hvort heldur yrði, að Sambandsstjórn stæði fyrir gistingu og greiðasölu eða seldi luisið á leigu yfir sumartímann, ættu að geta orðið góðar tekjur af því fyrir sambandssjóð, og um leið fyrir öll félögin. Sé gert ráð fyrir að tekjur sambandssjóðs með þessu móti gætu orð- ið alt að 2/3 meiri en þær eru nú í skatti af félögunum, mætti biklaust færa það tillag mikið niður eða jafnvel láta það alveg hverfa úr sögunni. Yrði þá byrði sú, sem félögin tækju á sig í eitt skifti fyrir öll, til að koma upp aðlað- andi gisti- og samkomuhúsi í Þrasta- skógi, þeim sjálfum til stórléttis, er fram í sækti. Þar að auki gæti Sambandsstjórn veitt félögum talsvert meiri og betri stuðn- ing en ella ef tekjur Sambandsins ykjust að mun frá því sem nú er. Aukþessyrði hægt að leggja meiri rækt við blaðið, málgagn félaganna; en það er ekki lít- ilsverðasti hlekkurinn í keðju þeirri, sem bindur félögin saman til síefiandi samvinnu og samstarfs. Ekki þarf að gera ráð fyrir því, að allir þeir félagsbræður og systur, sem legðu sína krafta fram til þess að koma fyrgreindri hugsjón í framkvæmd, fengju nokkurntíma að líta eigin augum ávexti iðju sinnar og ósérplægni. Til þess eru staðhættir of slæmir. En margir mundu sjá þá. Og þeir gætu flutt hinum lýs- ingar og lifándi orð, sem gleddu þá og vermdu á fullorðinsárunum. Og eftir- komendurnir, sem fengju að sjá og reyna blessun þá, sem leiddi af starfi hinnar liverfandi kynslóðar, mundu með gleði veita arfinum viðtöku, og telja sér skylt að auka hann eftir bestu getu. V. Hamlliæg leið. Það liefir áður verið bent á ýrnsar Hrisla i Þrastaskógi. leiðir hér í blaðinu, og eru þær flestar ef ekki allar vel færar. En þær hafa eingöngu verið miðaðar við einstök fé- lög. Ekki væri þó úr vegi að Sambands- stjórnin sjálf gerði sitt til, að sem skjót- ast væri hafist handa og á sem marg- víslegastan hátt. Ilandhæg leið væri fyrir Sambands- stjórn að gefa t. d. út iiappdrættismiða, þar sem til eins eða. fleiri muna væri að vinna. Senda þá til stjórna hvers einasta félags í Sambandinu, sem sæju síðan um sölu á þeim í sínu félagi. Þetta yrði til að örfa, og gerði hluttökuna sem víðtækasta, en yrði þó sáralítið, sem kæmi á hvern einstakan félagsmann, og tæplega mundi sá félagsmaður fyrir- finnast, sem eigi legði sinn skerf fram

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.