Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 1
Ungmennafélögin. (Örstutt ágrip). I. Pyrsta ungmerínafélagið hér á landi var stofnað á Akureyri árið 1906, síðan eru liðin 16 ár. A þeim tíma lmfa fleiri og færri ungmennafélög verið stofnuð í öllum sýslum á landinu. Er varla dæmi til þess að nokkur félagsskapur hafi náð svo skjótri útbreiðslu á svo skömmum tíma. Þetta er þó ekki því að þakka, að menn hafi verið sendir út um land i þvi skyni að predika fyrir æskulýðnum að stofna ungmennafélög. Pélögin hafa orðið til af eigin hvötum æskulýðsins. Þetta bendir á að jarð- vegur fyrir slikan félagsskap var hér ágætur. Og ávextirnir hafa sýnt, að hann var góður. Ungmennafélag mun nú vera nálega í annari hverri sveit á landinu, eða um 90 alls, og félagsmenn eitthvað á fjórða þúsund. Þó verður ekki sagt um þetta. með fullri vissu, vegna þess að nokkur félög eru enu íyrir utan Sambandið, og sum Sam- bandsfélögin hafa enn ekki gefið skýrslu fyrir siðastliðið ár, er því ekki hægt að byggja hér á órækum tölum. Plest ungmennafélögin eru stoinuð á árunum 1906—1916. Á því tímabili munu vera stofnuð um 70 félög eða til jafn- aðar 7 félög á ári, og þá var tala fé- lagsmanna komin hátt á þriðja þúsund. Pyrsta Sambandsþing ungmennafélag- anna var háð á Akureyri árið 1908 og nokkur hluti þess, sama vorið, í Reykja- vík. Síðan hafa verið háð 4 Sambands- þing, og öll hafa þau komið saman í Reykjavík. Næsta Sambandsþing á að koma. saman, að forfallalausu, vorið 1924. Sambandsþingin eru haldin þriðja hvert ár, og sámbandsstjórnin kosin til þriggja ára í senn. Æskilegast væri þó að þingið væri oftar háð, en vegna fjárskorts Sambandsins annars vegar, og erfiðra og dýrra samgangna hins vegar, er það ókleift. Nú er þegar búið að skifta félagsskapnum í smærri sam- bönd, hin svo nefnd héraðssambönd, i staðinn fyrir fjórðungssambönd,sem áður voru og náðu yflr stórt svæði. Þetta ætti að vera liagfeldara fyrir félögin. Kostnaðurinn er minni fyrir l'ulltrúana að sækja héraðsþingin en fjórðungs- þingin. Ungmennafélögin liafa staðið misjafnt áð vígi að rækja störf sín, sem við er að búast, og liggja margar orsakir til þess. Meðan ungmennafélagsskapurinn var ungur, og óreyndur, var ekki laust við að sumum eldri mönnum stæði liálf- gerður stuggur af þessum nýju sam- tökum unga fólksins. En þeir komust brátt á aðra. skoðun er tímar liðu, og þeir sáu live heilladrjúgur félagsskapur- inn varð. Vel má það samt vera, að kali sá, sem andaði frá sumum hinna eldri manna, hafl að ýmsu leyti dregið kjark úr félagsmönnum, og stutt að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.