Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 3
SKINFAXI 75 tík og trúmálum. Umræðuefni á fund um og verkefni félagsskaparins er ó- þrjótandi, þó að þessum málum sé al- veg slept. (Framh.) G. D. ---o---- Sameign félaganna. i. Inngangnr. í síðustu tölublöðum Skinfaxa hefir talsvert verið ritað um sameign félag- anna, Þrastaskóg, enda er hann þess verður að honum sé gaumur gefinn, því öllu fegurri blett munu félögin tæpast eiga en Þrast-askóg. Má þó nokkuð bæta liann og prýða, ef unnið er að því með heppilegu samstarfi og samstiltum vilja og festu. A heppilegasta tíma mun Skinfaxi hafa hafið umræður um þetta mál, sem vafalaust má telja að verði eitt með stærstu málum félaganna á næstu ár- um, ef þau á annað borð leggja þar hönd að verki, sem lítill vafi leikur á, að eigi verði. Gfefandans vegna og sjálfra sín geta þau ekki annað. Styrjaldartímanum má nú telja lokið í bili, en afleiðingar hans munu að milclu leyti hafa haft lamandi áhrif á áhuga- mál ungmennafélaganna og framkvæmd- ir þeirra, sem annara landsmanna. Nú eru félögin farin að rétta úr sé aftur, og má þá meiri framkvæmda af þeim vænta, en nokkuru sinni áður. Er þá um að gera að verkefni séu næg fyrir hendi, eigi einungis innan félaganna, heldur og líka handa þeim öllum að AÚnna að í sameiningu og samvinnu. Með þetta fyrir augum, verður tæp- lega annað álitið en að Þrastaskógar- málinu hafi verið lireyft á heppilegasta tíma. Þá er og eigi minna umvert, að þau mál, sem ná þurfa til allra félaga á landinu, til góðrar yfirvegunar og rösk- legra framkvæmda að rannsökuðu máli, berist þeim á haustin, um það leyti sem félagsfundir alment byrja fyrir alvöru. Sé sama málið rætt, svo að segja sam- tímis, í öllum ungmennafélögum lands- ins, og þar að auki opinberlega í Skin- faxa, mætti það undur teljast, ef eigi yrðu af þeim umræðum talsverðar fram- kvæmdir. II. Álit félaganna. Það sem nú skiftir mestu máli er að félögin taki þegar til athugunar mögu- leikana fyrir því, að varðveita hina sameiginlegu eign sína, svo húh verði þeim eigi einkisýirði, og álit þeirra í engu rýrt. Niðurstöðu þá, er yrði í hverju félagi fyrir sig, þyrftu stjórnir lelaganna að senda hið fyrsta til birtingar í Skinfaxa. Það mundi vafalaust hafa mikilvæg áhrif á málið og afstöðu annara félaga, sem sein yrðu annars fyrir með að taka beina afstöðu. Þetta er hið fyrsta og sjálfsagða, sem ekkert félag getur, sóma síns vegna, látið undir höfuð leggjast. í öðru lagi ætti og hvert félag að talcá afstöðu til væntanlegrar liúsbygg- ingar í skóglendi félaganna, sem tví- mælalaust er talið, að mundí verða til ómetanlags gagns fyrir félögin í næstu framtíð, þó ótalinn sé alveg hinn óbeini styrkur, sem þau fengju af því í auknu áliti. Það er þegar vitanlegt um vilja og áhuga Sambandsstjórnar, eða að minsta kosti sumra úr. henni, í þessum málum. Ef við erum henni samdóma um mál- in, ættum við heldur að glæða hinn vaknandi áhuga, en að draga úr hon- um. En umfram alt, að láta álit okkar í ljósi skýrt og greinilega, svo eigi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.