Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 7
SKINFAXI 79 að mestu. Yeiði er þorrin í mörgum ám og stöðuvötnmn víðsvegar um landið, sem áður voru fu.ll af liskum. Lengi mætti telja upp ýmsar tegundir í náttúra landsins, sem nú eru horfnar, eða eru á hverfanda, hveli, vegna gengdarlausrar veiði og eyðslusemi mannanna. Það er svo fjarri því að auðsæld Islands og náttúrugæði hafi aukist og margfaldast á landinu síðan það bygðist; frumgróður landsins og dýralíflð ber þess sorglegar menjar. Matarástin á landinu virðist hal'a verið sterkari lijá þjóðinni, en ættjarðarástin. Af því að landið var fjölskrúðugt af allskonaf gæðum, og af miklum auði var að taka, þá var það niður nítt. Mönnum kom ekki til hugar verndun eða ræktun náttúrugæð- anna, það voru óþekt hugtök, sem þó eiga að vera spegill menningar og ættjarðar- ástar. 0g þrátt fyrir alt irelsishjalið og framfarabratlið nú á dögum, er ennþá verið að færa landið úr spjprunum, og spilla náttúrugæðum þess á mörgum sviðum. Is- lendingum heflr jafnan látið það betur að yrkja kvæði, en yrkja jörðina. A síðustu áratugum heflr grasræktin að vísu tekið miklum framförum. Atorku og dugnaði ýmsra manna er slíkt að þakka, en þó er langt frá því, að ávextir rækt- unarinnar fullnægi þeim kröfum, sem þjóðin gerir til lífsins. Mestallar afurðir landsins er ránsfengur úr skauti náttúrunnar, en ekki ávöxtur af ræktun. Villigróðurinu og dýralífið í sjó og vötnum, er enn þá undir- staðan undir þjóðarbúskapnum eins og á landnámsöld. Sú þjóð, sem að mestu eða öllu leyti liflr á því að ræna náttúrugæðunum, livort heldur er á sjó eða iandi, gctur ekki tal- ist á háu menningarstigi. Sé menningin ekki bygð á ræktun landsins, á hún sér varla langan aldur. Ræktunin hlýtur ávalt að vera undirstaðan undir andlegri sem líkamlegri velmegun manna. Það getur engum dulist, að kynslóð, sem uppi er á einhverju tímabili, lieflr ekki ótakmarkaðan eignarrétt á öllum lands- og lagargæðum, sem hún liefir yfir að ráða, eða er trúað fyrir. Núverandi kynslóð getur ekki eignað sér allan fiskinn í haflnu kring- um strendurnar, eða önnur gæði landsins, frekar en fyrsta kynslóðin, sem bygði landið hafði eignarrétt á öllum skóginum, sem óx á landinu í fornöld. Þegar eldri kynslóðin er liðin undir lok, tekur sú yngri við; hún fær umráð yflr forðabúri landsins, en tekur það ekki í arf sem eign. Fjársjóðinn, sem þar er geymdur, má hún ekki skoða sem eyðslufé, heldur höfuðstól, sem aldi’ei má skerða, henni ber að skila honum óskertum til niðjanna. Ávextimir af ræktuninni eiga að nægja til þess, að fullnægja þeim kröfum, sem þjóðin gerir til menningar og framfara í landinu. Það er engin afsökun fyrir oss, þó að vér getum bent á að aðrar þjóðir liafl spilt úr hófl fram náttúrugæðum sinna eigin landa. Þær hafa — sumar liverjar að minsta kosti — verið fljótari að vinna það upp aftur með ræktun, heldur en vér. I þeim efnum stöndum vér þeim langt að baki. Raunar höfum vér ýmislegt oss til afsökunar í þessu efni. Lega iandsins, nátt- úrufar og ýmsir staðhættir hafa valdið því, að þjóðin var til neydd að herja á nátt- úruauðinn, til þess að halda í sór lífinu, en þó var ekki þetta einhlýtt, menn dóu samt úr hungri hundruðum saman, á fyrri öldum, livað lítið sem út af bar. Vér get- um því, ef til vill, ekki ásakað l'yrri kyn- slóðir fyrir meðferð þeirra á landinu. Þær höfðu hvorki þelckingu eða nein tök á því að rækta landið og varðveita gæði þess. Menn gátu ekki gert sér grein fyrir því að gróðurránið og veiðispellin hefðu illar afleiðingar fyrir eftirkomendurna. Þetta horfir alt öðruvísi við oss nú á dógum. Þekkingu á allskonar ræktun fleygir fram hjá öllum siðuðum þjóðum, og vér eigum lcost á að færa oss hana í nyt, og enn- fremur alla þá reynslu, sem þær eru búnar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.