Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 6
78 SKINFAXI í þessu skyni. Þar að auki má gera ráð fyrir að hvert félag, sem heild, tæki sinn tiltölulega þátt í fjársöfnun, eftir því sem ástæður og aðstæður leyfðu. Sem félagsmaður vænti eg þess, að félögin athugi hið fyrsta hvort þau vilji styðja þá hugmynd, sem þegar hafir ver- ið borin fram í blaðinu fyrir nokkru og láti álit sitt í ljós opinberléga hið allra bráðasta, til leiðbeiningar fyrir aðra félaga. VI. Niðurlagsorð. Mynd sú er birtist í þessu blaði var tekin í Þrastaskógi 23. júlí s. 1. þar sem mættir voru ungmennafél. úr Reykjavík og af Stokkseyi'i. Hefði undirbúningur veiið lengri um samkomu í skóginum á tilteknum degi, hefðu vafalaust íleiri félög komið, eða að minsta kosti full- trúar frá þeim. Veður var hið ákjósanlegasta, enda ber myndin það með sér. Aðeins ein hrísla af mörgum sést á mynd þessari, en hún sýnir fyllilega prýði skógarins og vekur menn til umhugs- unar um hvort eigi sé vert að viðhalda svo dýrri eign og dásamlegri, sem fögr- um skógi á einhverjum besta stað á landinu. ,J ón í>ó rðarson. -----o---- Ræktun. — Menníng. (Brot). Þegar forfeður vorir námu hér land var fagurt um að lítast. Gæði landsins voru þá bæði mikil og fjölskrúðug. Alskonar réttum var hlaðið santan á landi og i sjó, sem nátt- úran hafði verið að framleiða í aldir og ára þúsundir, án nokkurrar mannlegrar hjálpar. Hún framreiddi þessa rétti handa þjóðinni, sem bygði landið. Það var rík- mannlega borið á borð, enda ósleitulega tekið til matar af þeim, sem við borðið settust. Sumir réttirnir voru etnir upp með öllu á fáum öldum, en af öðrum skildar eftir ómerkilegar leifar, handa éftirkom- endunum. Á landnámsöld var sjórínn kringum strendur lándsins fullur af fiskum, hvölum og selum. Ilver á, lækur og stöðuvatn fult af íiskum. Otöluleg fuglamergð þakti nes, eyjar og útsker. Hvert sem litið var, sást alstaðr líf og fjör í náttúrunni. Oslitin breiða af skógum og graslendi lá eins og blómsveigur kringum hálendið og öræfin. Island var í þá daga réttnefndur sælunnar reitur. Meðan gróðrarriki landsins stóð í sínum fegursta blóma, trúðu fornmenn því, að hollvættir þjóðarinnar byggju í hverri liæð og í hverjum dal. Jafnskjótt og gróðri landsins hnignaði og gróðurspellin fóru að verða áberandi, hvarf góðvættatrúin en meinvættatrúin kom í staðinn, eins og þeg- ar flag kemur eftir uppiifinn skóg. Iíún gerði menn bæði myrkfælna og ljósfælna. Af öllum þessum auð sem náttúran var búin að safna saman á landinu, þegar það bygðist er nú orðið lítið eftir. Skógurinn er nálega horfinn með öllu. Berar klappir, melar og flög eru víða komin í staðinn fyrir jarðveginn, sem áður nærði þroska- mikinn gróður. Fuglarnir á landinu hafa týnt tölunni. sumir eni horfnir með öllu eins og t. d. geirfuglinn. Fram að þessum degi heflr fnglaríkinu engin miskun verið sýnd, frekar en öðru í náttúrunni. Rán- fuglarnir, sem lengi einkendu og prýddu náttúru landsins eru nú þegar að verða útdauðir. Mörg örnefni eru til á landinu, sem kent eru við fugla, en frá þeim stöð- um eru nú fuglarnir horfnir með öllu. Rostungurinn er alveg horflnn frá strönd- um landsins; hvalimir farnir að fækka, og útlit fyrir að sumar tegundir þeirra verði gereyddar í nánustu framtíð. Sama er að segja um selina, alt kapp er lagt á að út- rýma þeim. Fiskimiðin, sem lágu víðast hvar upp að landsteinunum eru þurausin

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.