Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1922, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.11.1922, Qupperneq 6
86 SKINFAXI Reykjavíkurfélagi: Jón Kjartansson og Magnús Stefánsson, frá Miðnesfélagi: Sveinbjörn Einarsson og Stefán Jóhanns- son. I byrjun fundarins urðu nokkrar um- ræður um nafn sambandsins og þó að það skifti eigi miklu máli, þá þurfa nöfn á félögum og samböndum að vera stutt, skýr og lýsandi í senn. I félagsskapn- um er um þrenn heiti að ræða: félag, héraðssamband og landssamband, og veldur þetta daglega ruglingi í samræð- um manna, því að eigi vita áheyrendur alténd hvort átt er við héraðssamband eða landssamband, þá er „samband“ er nefnt. Ekki tókst þó þessum fundi að ráða bót á slíku bögumæli, en þetta var hér nefnt til þess að félagar, sem sjá Skinfaxa, gætu hugsað málið og komið með snjallari tillögur. Lög voru samþykt þarna handa Kjal- arnesþingi og ákvarðað að verja tekj- um þeim, sem því kynni að áskotnast, að mestu til útbreiðslu. Eru í Kjalar- nesþingi mörg kauptún og bygðarlög allfjölmenn, svo að því leyti eru þar góð skilyrði til öfiugs félagsskapar. Guðrún Björnsdóttir lagði til að fé- lögin héldu sameiginlegan skemtifund næsta sumar og var því vel tekið. í stjórn voru kosin: Guðbjörn Guð- mundsson, Guðrún Björnsdóttir og Þor- lákur Björnsson, en varastjórn: Ellert Eggertsson, Sigríður Magnúsdóttir og Sveinbjörn Einarsson, og endurskoðend- ur: Björn Birnir og Jón Þórðarson. Að lokum þalckaði forseti fulltrúum vel unnin störf á fundinum og var hon- um þá slitið með söng. J ón Kj artansson. Nýtt héraðssamband hefir verið stofn- að í Snæfellsness- og Hnappadalssýslum. Nánar getið síðar. Baugabrot. Stumlvísi. Ostundvísi hefir lengi verið talin þjóðarlöstur vor íslendinga. Og er það ekki að ástæðulausu. Menn koma því nær aldrei stundvíslega á nokkra fundi eða samkomur, þó að hver maður hafi tímamælirinn (úrið) upp á vasann, og viti fyrir víst nær fundur á að byrja. Nokkuð hefir mönnum þó farið fram i stundvísi á seinni tímum, síðan eim- skip fóru að sigla kringum strendur landsins. Þau hafa venjulega fastar áætl- anir og ákveðinn burtfarartíma frá hverri höfn. Svo mönnum, sem með þeim fara, er nauðugur einn kostur, að koma í tæka tíð á skipsfjöl eða að verða strandaglópur, en það þykir nú orðið háðung, ef trassaskap er um að kenna. Góðar samgöngur kenna mönnum stund- vísi. En það eru ekki allir sem hal'a tækifæri að læra hana á ferðalögum með skipum. Menn læra hana ekki til fulls fyr en þeim þykir minkun að vera óstundvísir. Einstök ungmennafélög eru farin að gera tilraun til að koma í veg fyrir óstundvísi félagsmanna. Þetta er góðra gjalda vert. Ilver veit nema þetta verði til þess að fólk yfírleitt fari að skilja, hve óstundvísin er mikil ódygð og tíma- þjófur. Ilvert einasta ungmennafélag ætti að vinna fyrir þetta mál, bæði utan félags og innan, þegar tækifæri býðst. Mikils árangurs rná þó ekki vænta hjá almenningi fyrst í stað, en með þolinmæði og þrautseigju vinst að lok- um að uppræta þenna rótgróna ósið. Skilvísi. Þá er önnur meinsemd, sem mjög svo er algeng hér á landi. Það er óskilvísin. IJennar gætir á mörgum sviðum bæði í stóru og í srnáu. Það er meira en

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.