Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 Fundargerðin lesin upp og samþykt. Fundi slitið. Hafsteinn Pét/a sson. Hitmar Á. Frímamisson. Jón Einarsson. Kristinn Bjarnason, Bjarni Gestsson. Páll Kristjánsson. Sigurgeir Björnsson. B. Ó. F rímannsson. Innsæi og undirvitund. Hvað er innsæi? Þeir eru óteljandi, er- fiðleikarnir, sem liafa af því risið, að þjóð- irnar báru ekki giftu til að mæla á eina og sömu tungu. Væri nokkur fótur fyrir frásögunni um Babelturn, þá mætti með sanni segja, að smíð hans hefði verið eitt- hvert mesta óhappaverk, er unnið hefir verið með guðum og mönnum. En sagan er að öllunt líkum skáldskapur og ekki annað. Munum vér því geta sparað oss að kasta steinum að þessum frægu húsa- smíðum fornaldar, þótt heilög ritning segi, að þeir hafi ráðist í að reisa þennan him- inháa turn. Og það er henni að kenna, að vér sjáum hilla undir hann sem ævar- andi minnismerki mannlegrar fífldirfsku lengst inn í endurminninga þoku þjóðanna. Ættjarðarást og þjóðrækni knýja hverja þjóð að kalla má, til þess að halda dauða- halda í tungu sína. Fyrir því munu erfið- Ieikarnir naumast líða undir lok í fyrir- siáanlegri framtíð, þrátt fyri aukið tnngu- málanám með flestum þjóðum. En það er ekki nóg að læra nokkurn veginn frantburð flestra orða í þeirri tungu eða tungum, er vér reynum að nema né hina algengu merkingu, þeirra. Merking orða stendur ekki í stað fremur en annað hér í heimi. Hún getur breyzt á mjög skömmum tíma. Þess er og dæmi, að sama orðið hefir mismunandi merkingu, á einu og sama tímabili. Er það sérstaklega, þegar þeir menn nota það, er fylgja sundurleitum hugar — eða heimspekistefnum. Mun þeim orðum hættast við að hafa breyti- lega merkingu, er eiga að tákna hugmynd, sem er ekki vinnandi vegur að leggja á vogarskálir jarðfastar þekkingar. Slíkt orð er erlenda orðið intuition. Hefir það verið þýtt sem »innsæi« á ís lenzku, eða innsæiseðli, eftir því sem á hefir staðið. Sagt er að orðið »intuition« hafi verið mikið notað,, meðan skólaspekin sat að völdum. Maður sá er leiddi hugmyndina um innsæisgáfu til öndvegis, var munkur einn, Hét hann Tómas Aquinas. Var hann uppi á þrettándu öld. Hann var talinn ein- hver hinn frægasti guðfræðiugur sinnar ald. ar. »Innsæið er«, sögðu skólaspekingar, »hin 'guðdómlega þekking, sem mannsál- unni er opinberuð«. En innsæið hefr þó ekki verið skilgreint á einn og sama veg með heimspekingum síðast liðinnar aldar. Er sem enskir heim- spekingar hafi viljað skoða það sem af- spreng skynsamlegrar ályktunar, er gefur ímyndunarafli ekki ofslakan tauminn. En þýskir heimspekingar hafa viljað samkenna innsæisgáfuna frjósömu ímyndunarafli. Satt að segja er til lítils að elta hér ólar við hinar sundurleitu skilgreiningar heimspek- inga í ekki lengra erindi en þessu er ætl- að að verða. Skulum við því virða fyrir oss innsæis- gáfuna, eins og hún horfir við frá sjónar- miði austræna eða guðspekilegra fræða. Brýn skylda. Ýmsir fræðimenn hafa bor- ið guðspekinemendum það á brýn, að þeir flaggi oft með fræðiorðum, án þess að skilja þau; og það sem verra er: án þess að gera sér far um að reyna að skilja þau. Skulum vér vona að ásökun þessi sé ekki allskostar rétt. Þó má búast við, að guð- spekinemendur séu eins og aðrir fræði- menn um það, að þeir grípi til einstaka orða, sem hæpið er, hvort þeir skilji eins ve! og æskilegt væri. Ef bregða mætti þeim um þessa yfirsjón, þá geri eg ráð fyrir því, að þeim mundi reynast það létt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.