Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 Héraðsþing S. U. A. H, Árið 1923, þriðjudaginn 20. febr. var Héraðsþing S. U. A. H. sett og haldið að Reykjum á Reykjabraut. Þingið setti formaður Sambandsins Bjarni O. Frímanns- son Hvammi. Nefndi hann til fundarstjóra Hafstein Pétursson Gunnsteinsstöðum. — Skrifarar voru kosnir: Bjarni O. Frímanns- son og Jón Einarsson. Mættir voru 6 fulltrúar frá 4 félögum. Þetta var tekið til meðferðar á þinginu: 1. Stjórnin skýrði frá störfum sínum síðastliðið ár. 2. Reikningar lagðir fram. 3. Samþykt að kjósa 3 manna starfs- nefnd fyrir þingið. 4. Sundnámið við Reykjalaug og end- urbætur á henni. 5. Bannmálið og bindindisheit U. M. F. 6. Verðlaunaveitingar í íþróttum á hér- aðsmótum S. U. A. H. 7. Smíðanámskeið. 8. Hesthússbygging á Blönduósi. 9. Fyrirlestramál. 10. Héraðsmál á næsta vori. 11. Skipulagsskrá Héraðssamkomu- sjóðsins. 12. Erindi frá félögunum um styrk til skógræktar. 13. Fj árhagsáætlun. Miðvikudaginn 21. febrúar var fundi haldið áfram. 14. Reikningar. 15. Sundnámið við Reykjalaug. Tillög- ur nefndarinnar samþ. í einu hljóði: 1. Sund sé kent á næsta vori eins og að undanföru, fáist þátttaka og styrkur til þess úr sýslusjóði. 2. Stjórn S. U. A. H. falið að sækja um styrk til sundkensl- unnar úr sýslusjóði, 100 krónur. Enn- fremur að annast aðrar framkvæmdir í málinu. 3. Að stjórn Sambandsins út- vegi fótbolta til afnota við sundnámið. 16. Endurbætur á Reykjalaug. Tillög- ur nefndarinnar samþyktar þannig í einu hljóði: 1. Stjórn S. U. A. H. beiti sér af al- efli fyrir þvi, að fullkominni aðgerð á Reykjalaug sé komið í framkvæmd á næsta sumri, þó því aðeins, að minst helmingur kostnaðar fáist annarsstaðar að. 2. Héraðsþing felur stjórninni að reka þetta erindi við sýslunefnd Austur-Húna- vatnssýslu, að sækja um styrk til þessa verks, minst helming kostnaðar; ennfrem- ur að hafa alla umsjón með verkinu í samráði við sýslunefnd. 3. Stjórn Sambandsins falið að sjá um að útmældur sé leikvöllur sá, er ábúand- inn á Reykjum hefir lofað að leggja til. 17. V e r ð 1 au n a v e i t i n g a r í íþrótt- um. Tillögur nefndarinnar samþ. þannig: 1. S. U. A. ÞI. láti gera, fyrir næsta vor, verðlaunagripi, sem kept sé um á Héraðsmótum þess. a) Fyrir íslenska glímu: Fyrstu verðlaun: Silfurúrfesti með kapseli, tengdum saman sex 25- eyringum; milli þeirra einn hlekkur. Áletr- nn: S. U. A. H. I. verðl. í ísl. glímu. Önnur verðlaun: Slifsisnál úr silfri. Áletrun: ísl. glíma II, verðl. S. U. A. H. Þriðju verðlaun: 2 króna pen- ingur. Áletrun S. U. A. H, ísl. glíma III. verðl. Fyrir drengi innan 18 ára, er vega inn- an 60 kg.: Fyrstu verðlaun: 2 króna pen- ingur. Áletrun: S. U. A. H. Isl. glíma II. fl. I. verðlaun. Önnur verðlaun: Krónupeningur. Áletrun S. U. A. H. ísl. glíma. II. fl. 2. verðl. b. Fyrir kappreiðar: 1. I skeiði: silfurbúin svipa. Áletrun S. U. A. H., Skeið I, v. 2. I stökki: Silfurbúin svipa. Áletrun: S. U. A. H. Stökk. I. v. 2. I öðrum íþróttum, sem kept er á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.