Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI ar, mundi ekki vera sama aflið, er héldi sólkerfinu saman. Vera má, hann hafi þeg- ar sannfærst um það alt í einu. En mjög efa menn, að sagan sé sönn. En hvað sem því kann að líða, þá er það talið nokk- urn veginn víst, að Newton hafi verið sannfærður um það, árið 1666. Reyndi hánn þá til að sanna þessa skoðun sína stærðfræðilega. En honum tókst það ekki. Hann hafði reynt að sanna, að jörðin gæti haldið tunglinu á braut sitini. En reikn- ingurinn sýndi, að jörðin var ekki nánd- arnærri svo, að hún gæti ráðið við mán- ann. Newton kom þá ekki til hugar, að nokkra skekkju væri að finna í mælingu jarðar, heldur að hér kæmu einhver óþekt atriði, er rugluðu reikninginn. Fyrir því gafst hann upp við það að sanna þetta. Þannig liðu sextán ár. Þá bar svo við, að franskur stjörnufræðingur einn, Jean Picard að nafni, tók sér ferð á hendur til Lundúnaborgar. Flutti hann þar fyrirlestra við háskólann. Skýrði hann þar frá árangri nýjustu jarðmælinga. Kvað hann stjarn- fræðinga hafa nú komist að þeirri vísinda- legu niðurstöðu, að jörðin væri miklu stærri en þeir hefðu áður haldið. Isaak Newton hlýddi á fyrirlestra Picards. Er svo sagt, að hann ætti bágt með að bíða, uns Picard hafði lokið fyrirlestrum sínum. Þráði hann ákaft að komast heim og setj- ast aftur við þessa sextán ára gömlu reikningsþraut. Hann neytti hvorki svefns né matar dag eftir dag, eftir að hann kom heim. Hann reiknaði í sífellu. Seinast var hann orðinn svo þreyttur, að hann varð að gefast upp. Bað hann þá vin sinn. E. Halley, að ljúka við dæmið. Hann gerði það, og sannaði stærðfræðilega, að hug- mynd Newtons var rétt. Sú er skoðun margra, að hér hafi verið um innsæi að ræða. Það var innsæi, segja menn, er veitti Newton innri sannfæringu, er leiddi til þessarar mikilvægu uppgötv- unar, er mun halda nafni hans á lofti, um aldur og æfi. (Frh.) Sundkennari. Maður heitir Jón Þorsteinsson, ættaður úr Borgarfirði. Hann er ungmennafélögum að mörgu góðu kunnur, meðal annars af sund- kenslu sinni, sem hann hefir unnið að í mörg ár. Síðast liðinn vetur sturtdaði Jón nám við íþróttaskólann við Ollerup, á Fjóni. Skóli þessi hefir haft mikið orð á sér um langt skeið, og mun nú óhætt að telja hann frægasta leikfimisskóla á Norðurlönd- um. Skömmu eftir nýár bar saman fundum okkar Jóns. Ræddum við margt um ung- mennafélögin. Var það auðheyrt að hann hafði mikla trú og eldlegan áhuga á mál- efnum þeirra. Nú hefir alþing veitt kennara þessum 1500 kr. námsstyrk, og mun hann því hafa afráðið að dvelja næsta ár vjð íþrótta- nám í Noregi og Svíþjóð. Ungur starfsmaður. Pálmi Einarsson frá Svalbaröi í Dölum er nýkominn hingað til bægjarins. Hann hefir stundað búnaðarnám í Danmörku síðasthðin 4 ár, og lauk kandi- datsprófi við landbúnaðarháskólann í Höfn, nú í vor. Hann er fyrsti íslendingurinn, sem útskrifast eftir hinni nýju reglugerð skólans. En samkvæmt henni hefir náms- greinum verið fjölgað og námstíminn lengd- ur um eitt ár. LÖg. Jarðræktarlögin nýju hljóta að skapa tímamót i búnaðarsögu landsins. Lög þessi fást sér prentuð hjá Búnaðar- félagi Islands, og hafa verið send öllum búnaðarfélögum á landinu. Skinfaxi mun bráðlega benda á hvernig ungmennafélögin ættu að geta haft mikinn hag af jarðræktarlögunum. Eyðublöð. Sambandsstjórn U. M. F. í. hefir látið prenta skýrslueyðuböð og send- ir þau öllum félögum, innan sambandsins. Prentsm. Acta h. f. — 1923

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.