Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI Skinfaxi Útgefandi: Samb. Ungmennafél. íslands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. mótunum, sé gefin skrifleg viðurkenning fyrir sigra, undirskrifuð af dómnefndinni; skal Sambandið láta gera eyðublöð til þessa. 3. S. U. A. H. haldi bók, sem inn í sé færð nákvæm skýrsla um íþróttaþátt- töku á Héraðsmótum, um verðlaunaveit- ingar, met og fleira. Skal útdráttur úr þeim skýrslum birtur í Skinfaxa, ef stjórn Sambandsins þykir við eiga. 4. Stjórninni faliö að‘semja reglur fyrir verðlaunagripi S. U. A. H. Skal því vera lokið fyrir næsta vor. 18. Héraðsmót. — Héraðsþing samþ. að S. U. A. H. beiti sér fyrir Héraðs- móti á næsta vori. Jafnframt skorar þingið á félögin að gera sitt ítrasta til þess að þátttaka í íþróttum verði sem mest og fjöl- breyttust á mótinu. 19. Skipulag Héraðssamliomusjóðsins. 20. Smíðanámskeið. — Héraðsþingið sér sér ekki fært, eins og nú stendur fjár- hagurinn að leggja út í að halda smíða- námskeið á þessu ári, en felur stjórn S. U. A. H. að rannsaka málið og koma með tillögur sínar fyrir næsta Héraðsþing. 21. Hesthúsbygging á Blönduósi. — Héraðsþingið telur málið svo nauðsynlegt að það þurfi að komast hið fyrsta í fram- kvæmd. Iin vegna fjárskorts sér það ekki fært að ráðast í slíkt nú, en telur ráðleg- ast að beina málinu til næsta aðalfundar K. H. og þá á þann hátt að stjórn S. U. A. H. skrifi hið fyrsta öllum deildarstjór- um Kaupfélags Húnvetninga, og skori á þá að beita sér fyrir málinu í deildunum, og svo á næsta aðalfundi K. H. En skylt telur þingið S. U. A. H. að vinna mál- inu alt það gagn sem það sér sér fært. 22. Bannmálið og bindindisheit U. M. F. — Eftirfarandi tillögur nefndarinnar samþyktar. 1. Jafnvel þótt undanþága síð- asta Alþingis frá bannlögunum, væri óhjá kvæmileg, þá leyfir Héraðsþing S. U. A. H. sér að skora á hið. háa Alþingi að framlengja ekki undanþágu þessa, nema í ítrustu nauðsyn. Iínnfremur að Alþingi sjái um að endurskoðuð verði reglugerð um áfengisverslun ríkisins, sem virðist vera ábótavant. Héraðsþingið skorar á félögin að vinna kappsamlega að því að fá æsku- menn á félagssvæðunum til að ganga í félögin, sérstaklega með tilliti til bindind- isstarfseminnar, sem þingið verður að telja fyrsta mál félaganna, eins og nú horfir. 23. Fyrirlestramál. — Héraðs- þing samþykkir að greiða Kl. Guðmunds- syni Bólstaðarhlíð 5 kr. á dag meðan hann er í fyrirlestraferðum. Ennfremur að kaup fyrirlesarans sé greitt úr sjóði S. U. A. H., en felur stjórn þess að fara þess á leit við Samband U. M. F. í. að það styrki að einhverju leyti fyrirlestrahaldið. 24. Skógræktin. — Stjórn S. U. A. H. sé falið að útvega, á næsta vori, deildum Sambandsins og einstökum mönn- um trjá- og blómaplöntur, eftir pöntunum. Sömuleiðis að grenslast eftir hjá S. U. M. F. í. hvort ekki sé unt að það útvegi trjáplöntur ókeypis. 25. Kosningar. Stjórnarnefndar- maður í stað Isleifs H. Arnasonar kosinn Hafsteinn Pétursson, varamaður Páll Krist- jánsson. Endurskoðendur: Hilmar Á. Frí- mannsson og Jónatan J. Líndal. I'ram- kvæmdarnefnd Héraðsmóts: B. O. Frí- mannsson form., Pétur í>. Einarsson, Páll Kristjánsson, Jón Einarsson, Bjarni Gests- son og Eiríkur Magnússon til vara. Samþykt fjárhagsáætlun fyrir S. U. A. H. árið 1923.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.