Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI Æfi Skinfaxa er enn svo stutt, að tæp- ast verður af henni ráðið neitt um það hverju hann fær til leiðar komið, á kom- andi árum, ef hann nýtur góðra og dug- andi manna. Sendið blaðinu greinar hvaðanæfa að. Ritið um alt, sem á einhvern hátt snertir málefni ungmennafélaga. Ykkur tnun ljóst að hér er víðáttumikið verksvið, og um auðugan garð að gresja. I huga og hjört- um ungmennafélaga, um allar sveitir þessa lands, liggur fólginn Mímisbrunnur. sem er tær eins og bergvatnið, heiðblár sem skýlaus vorhiminn og ótæmandi eins og hafið. Frá þessum brunni þurfa að liggja lífæðar til Skinfaxa. Hans mikla hlutverk er að vera hið sterka hjarta, sem slær í öllum ungmennafélagsskap á okkar snæ- krýndu sólarey. G. B. og honum bendir á hærri vegu. Skoðum í trúar skæru ljósi atburð þennan og alt sem hryggir. Gátur lífsins á liðnum öldum á þann hátt voru hollast ráðnar. Þó að líkaminn liðinn hvíli Ijarri ástvinum æsku bygðar; andinn lifir hinn ódauðlegi, hafinn hátt yfir heim og tíma. t Bjarni Jón Jónsson frá Valshamri formaður U. M. F. »Unglingur« Druknaði 12. maí 1922 (Kveðja frá félagssystkinum hans) Stutt er að minnast stundu þeirrar er formaður »Unglings« okkur kvaddi. Þá var all-þarri okkar huga að hinsta kveðja hans það yrði. Æskan óreynda, unga, glaða brosandi fram á brautir lítur. Alvara lífsins andann þroskar Kveðjum við þig með það í huga, bróðir vor kær sem burt ert horfinn. Ljúf er heimför til landsins bjarta öllum, sem ganga guðs á vegi. Þigg nú að síðustu þakkir okkar lyrir samstarf og félagslyndi, fyrir drengskap og dagfarsprýði er einkum einkendu æfi þína. Minning þín mun í mörgu hjarta hlýjurn hugsunum hjúpuð geymast. Andi drottins þinn anda blessi og gleðji þína grátnu vini. M. A. G.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.