Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 1
1. BIjAI) REYKJAYÍK, MAÍ H)23. XIV. ÁIl Skinfaxi. Skinfaxi hefir átt því láni að fagna, að nokkrir af ritfærustu mönnum þjóðarinnar hafa gerst ritstjórar hans, og veitt honum lið um lengri eða skemri tíma. ljess vegna hefir honum margt áunnist í ýmsum efn- um. Hann hefir ekki einungis látið sig miklu máli skifta flest það, sem talið er vera innan vébanda ungmennafélaganna og kalla má séreign þeirra -— og er það þó ærið margt. Hann hefir einnig þrásinn- is bent á hreysti og hugprýði gullaldar- innar og fjölmargt það, sem þá hóf þjóðina til vegs og gengis. Og hann hefir heldur ekki gleymt að minnast þess, sem lýst hefir lengst og best um dimma daga á myrkustu öldum Islands bygðar og loks varð árröðull framsóknar baráttunnar. Blaðið hefir frá byrjun lagt kapp á að stýðja og vernda alt það, sem á einhvern hátt vill hlúa að íslensku þjóðerni. Það hefir jafnan látið sig miklu skifta fræðslu og skólamál. Hefir það viljað fyrst og fremst að öllum ungmennafélögum yrði það vel ljóst, að fræðsla og þekking er einn megin þáttur allrar menningar. íþróttir hafa að sjálfsögðu verið óska- barn Skinfaxa, því þær eru einskonar afl- gjafi æskunnar og vona hennar. Þær hafa oft og tíðum lagt undirstöðuna að verkum ýmsra nýtustu afburðamanna; og við að iðka þær hafa menn keypt sér einskonar lífeábyrgð, sem er peningunum æðri. Skinfaxi hefir löngum vitað að jarðrækt °g þjóðlegur iðnaður er lífsskilyrði þess, sem vill vaxa og starfa á okkar landi, og það er óbifanleg trú hans, að hægt sé að klæða fjöllin og slá gull úr grjótinu. í stuttu máli: blaðið hefir átt þátt í flestum þjóðþrifamálum, sem ÍHendingar hafa ha'ft með höndum siðast liðin ár. En fyrsta og helsta hlutverk þess verður þó alt af það að bera hugskeyti milli ung- mennafélaga. Það hefir tengt þá bræðra- böndum og þrásinnis sýnt þeim sólríka gróðurreiti hálfnuminna landa. Skinfaxi hefir þannig setið við það rnikla skákborð ungmennafélaga, sem lagt hafa reiti sína um alt land. Vonandi gefst síð- ar færi á aö sýna hvernig margir afleikj- um hans hafa haft ótnetanlega þýðingu fyrir æskuna og alþjóðarheill. En þó málgagn ungmennafélaganna hafi víða farið, og viti að margt er að vinna, hefir það þó ekki lagt leið sína um þoku- land stjórnmálanna, og er ráðið í að fylgja þeirri reglu. Skinfaxi hefir jafnan horft hugutnstór og gunnreifur móti sól og sumri, enda er það í góðu samræmi við verksvið hans og starihætti. Þeir ungmennafélagar munu því eflaust margir, sem hafa vænst þess að blaðið þeirra brigði síst af öllu þessum háttum sínutn nú, þegar vorið kallar alt til lífsins og eyjan okkar berst inn í nótt- lausan sólarheim næstu mánuði. Þess vegna heitir Skinfaxi á alia góða vini, unga Og aldna, menn og konur, til liðs við sig. Við skulum horla vongóðir á framtíðina, þó okkur finnist stundum að lítið vinnist.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.