Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 En það er ekki víst, að hann léti sér svar þetta nægja. Hann mundi spyrja, hvernig mönnum væri unt að vita þetta. Segurn vér, að vér færum eftir því, er vér hefðum lesið í grundvallarritum guðspek- innar. Þá mundi hann biðja oss að gera ítarlegri grein fyrir skilning vorum á inn- sæi, — segja hvar væru aðal-sérkenni þess. Fyrsta sérkenni. Fyrsta sérkenni inn- sæis er það, mundum vér segja, að áhrif þess eru jafnan langvinn. Aftur á móti eru áhrif skyndihvatar skammvinn. Eld- móður sá, er innsæið blæs oss í brjóst, eykst fremur en dvín, eftir þvf sem lengra líður. Þetta segir dulspekingurinn C. W. Leadbeater. En þetta er ekki óbrigðult sérkenni innsæis. Skyndihvötin getur einnig haft vaxandi eldmóð í för með sér eða ákafa. Hún getur alið af sér meinloku eða »fix i d é« sem kölluð er. Annað sérkenni. Annað er það sér- kenni, mundum vér ennfremur segja, að samfara innsæi er ævinlega einhver mikil þekking. Er sú þekking ólík allri annari upplýsing í því, að manninum þykir, er hann öðlast hana, sem 'hann samkenni sig því, er hann öðlast þekkingu á. Þessi samkenning (identifikation) getur þó orðið ærið skammvinn. En þekking mannsins, eða skilningur, getur fylgt hon- um alla leið til grafar. En sakir þess, að vitund hans hefur þá sameinast urn stund því, er hann hefur öðlast þekkingu á, get- ur sú þekking aldrei orðið til að vekja óvild hjá honum. Maðurinn getur ekki samkent sig nokkru, er hann hefur ekki samúð með: Hugeðlið. Svo segja dulfróðir menn, að innsæiseðli manna geti stundum haft meiri áhrif eða minni á æðra hugeðli þeirra. Þann eðlisþátt köllum vjer að jafn- aði vorn innra mann. En í austrænum fræðum er hann oftast nefndur æ ð r i m a n a s . *) Þá er vor innri maður verð- ur fyrir áhrifum innsæis, veitist heilavit- undinni eínhver heildarþekking, öðlast ein- hvern skilning á gruudvallaratriðum mikil- vægra hluta. En sé um einhver minni háttar atriði að ræða, er vér öðlumst skiln- ing á, getum vér verið nokkurn veginn vissir um, að sá skilningur er oss frá undirvitund vorri kominn. Hún er stundum kölluð hugeðlið lægra. Og í austrænum fræðum er hún iðulega kölluð 1 æ g r i m a n a s . En það er aldrei fortakandi, að einhver skýr og glöggur skilningur geti verið frá vorum innra manni kominn. En ráðlegast mun oss reynast að bera hann ekki fyrir hinu eða þessu, er hefur í hug komið. Vera má að oss þyki sem vér höf- um öðlast skyndilega viturlegan skilning á einhverju, er oss þykir milclu máli skifta. En vér þurfurn þó ekki að skoða hann sem innblástur, er vér höfum fengið frá vorum innra manni. Treystum engum skilning i blindni. Athugum sem oftast skilning vorn og skoðun, hver sem hún er, frá sem flestum hliðum. Vera má að sú skoðun, er vér hyggjum viturlega nú sem stendur, reynist ekki gallalaus, þegar fram í sækir. Uppgötvun Isaaks Newtons. Uppgötvun Newtons hefur oft og iðulega verið talin einhver glæsilegasti árangur innsæis. Menn vita ekki, hvað það var í raun og veru, er kom honum til þess að ímynda sér, að sama aflið réði að hálfu leyti fyrir göngu himintungla, sem lét hvern hlut, er lék í lausu lofti falla til jarðar. Munnmælasaga um Newton segir, að hann liafi eitt sinn legið út í aldingarði, er aldin voru farin að falla af viðum. Eitt aldinið féll þá of- an á hann. Fór 'hann þá að brjóta heil- ann um það, hvort afl þetta, er togaði eplið af eikinni og léti það falla til jarð- *) Manas þýðir: Sá sem liug'sar og- er sam- stofna orðinu „maður“.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.