Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1923, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI verk og löðurmannlegt, að koma fram með viðlíka gagnsök á hendur ásakendum sínum. En hvað sem því líður, þá er það skylda vor að gera oss far um að skilja sem ítarlegast, hvað vér eigum við, þegar vér notum orð, er eiga að tákna eitthvað háfleygt eða óvanalegt. Vér getum annars átt á hættu að magna hjátrú meðal sam- bræðra vorra, í stað þess að fá veitt þeim þá fræðslu, er leiðir þá eitthvað í ljósátt- ina. Vér megum ekki gleyma því, að hver sú trú er oftrú, er styðst ekki við eða stendur á grundvelli skynsamlegra álykt- ana. Er þó ekki þar með sagt, að hún þurfi að vera allskostar röng. Vel getur það verið, að trúmaðurinn, sem er haldinn einhverri oftrú, hafi alveg rétt fyrir sér. En það er ekki honum að þakka, heldur hinum, sem er höfundur trúar hans, hver sem hún er. Því er eins farið um trúna og bréfpeningana. Hún verður ekki síður en þeir að vera innleysanleg. þeir verða að vera innleysanlegir gulli, en hún skýr- um rökum og skynsamlegum. Trúmaður- inn getur annars átt á hættu að verða andlega gjaldþrota, er minst vonum varir; — hann getur ekki fært fram skynsamleg rök fyrir trú sinni. Er þá auðsætt, að hún er honum oftrú eða hjátrú. Má þó vel vera, að hún sé sannleikanum samkvæm. Þess eru mörg dæmin, er sýna, að alþýðu- trú, er talin hefir verið hjátrú ein og hind- urvitni, hefir haft miklu meira sanleiks- gildi í sér fólgið en hinar og þessar fræði kenningar, sem fjöldi manna hyggur hvíla á grundvelli vísindanna. Skiigreiningin. Hvernig skilgreinið þér innsæigáfu ? Ef eg bæri þessa spurningu upp fyrir yður, þá geri eg ráð fyrir því, að flest yðar yrðuð fljót til svars. Og þér munduð segja: »Innsæi er skynjun þess eðlisþáttar, er dulræn fræði nefna eining- areðli mannsins; er sá eðlisþáttur manna nefndur »Búddhi« í Austurlöndum. Skulum vér nú ímynda oss, að einhver meiri háttar guðspekinemandi væri hér kominn. Mundi hann að öllum líkindum, hafa lítið eða ekkert út á þetta svar að setja. Og vér gætum ennfremur sagt, að innsæisgáfan sé í raun og veru andleg dómgreind, eða sannleiksskynjun. Þannig hafa ýmsir skilgreint hana. En hér er nokk- ur galli á gjöf Njarðar. Skilgreining vor getur verið afbragð, jafnvel þótt þekkingu vorri á þeim hlutum, sem vér erum að skilgreina, sé að einhverju leyti ábótavant. Það þarf ekki mikinn mann, til þess að koma fram með rétta skilgreining. Er mér nær að segja, að það þurfi ekki mann til þess. Það geta bæði »grammofónar« og páfagaukar gert. Vér getum komið fram með skilgreiningar, sem vér höfum séð í bókum, eða aðrir liafa sagt oss, og verið alveg eins fávísir eftir sem áður. Einstök dæmi. En nú skulum vér enn- fremur ímynda oss, að guðspekinemandinn héldi hér eins konar próf, til þess'að ganga úr skugga um. hvernig vér værum að oss í guðspekilegum fræðum. Og nú vildi hann vita, hvað vér vissum um innsæið. Hann mundi ekki gera sig ánægðan með það eitt að heyra skilgreininguna, ef hann vildi á annað borð grenslast eftir því, hvern skilning vér hefðum öðlast á því. Myndi hann þá benda oss á einstök dæmi, sem vafi gæti leikið á, hvort þar væri um innsæi eða skyndihvöt (impuls) að ræða. Gerum ráð fyrir því, að hann sneri sér að einhverjum yðar og segði: »Þér datt í hug að skrifa vini þínum bréf um daginn. Og á sömu stundu hafðir þú bréfsefnið alt i huganum. Þurftir þú engu verulegu við að bæta, er þú fórst að skrifa. En segðu mér eitt: Hyggur þú, að hér hafi verið um innsæi að ræða eða að eins skyndihvöt?» Eg veit ekki, hverju þér munduð svara. Eg fyrir mitt leyti mundi ekki hika við að segja, að hér hlyti að vera um skyndi- hvöt að ræða og að engu innsæi geti ver- ið til að dreifa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.